Myndlistamaðurinn Baldvin Ringsted sýnir um þessar mundir í tengslum við Glasgow International listahátíðina, þar sem honum bauðst að setja upp verk í dómkirkju borgarinnar.
Verkið, sem ber titilinn “Mi contra Fa”er hljóðskúlptúr, byggður upp af þremur orgelpípum. Pípurnar eiga uppruna sinn í Akureyrarkirkju en voru fluttar sérstaklega til Skotlands vegna sýningarinnar.
Baldvin sækir efnivið sinn oftast nær í tónlist og popp-kúltúr og að þessu sinni hefur hann aðlagað meginstef lagsins Black Sabbath eftir samnefnda hljómsveit fyrir verkið.
Þeta kann í fyrstu að virðast afar ókirkjulegt viðfangsefni en stefið byggir aðallega á svokölluðum tónskratta eða “diabolus in musica”. Tónbilið (lækkuð fimmund) var fyrr á öldum talið hljóma ókristilega, standa fyrir illsku og ljótleika og var nánast bannað í vestrænum tónsmíðum langt fram á 18. öld.
Nú á dögum eru hugmyndir okkar um fegurð hins vegar mikið breyttar og skilin milli góðs og ills oft á gráu svæði - kannski sérstaklega í listum og trúmálum.
Black Sabbath nýtti sér ef til vill fyrst vinsælla hljómsveita þetta sérstaka tónbil sem áður þótti tabú, en nú heyrist það í tónlist af öllu tagi. Sérstaklega þó í hörðu rokki og kvikmyndatónlist þar sem undirstrika þarf óttablandna eða spennuþrungna stemmingu.
Það er athyglisvert að velta fyrir sér hvort við höfum “lært” að tengja þetta tónbil hinu illa eða hvort tónarnir veki á óútskýrðan hátt einhverjar óþægilegar frum-tilfinningar innra með okkur.
“Mi contra fa” í verki Baldvins (mi á móti fa ) stendur fyrir hið góða móti hinu illa, fegurðina móti ljótleikanum og staðfestuna á móti efanum.
ringstedstudio.com
Verkið, sem ber titilinn “Mi contra Fa”er hljóðskúlptúr, byggður upp af þremur orgelpípum. Pípurnar eiga uppruna sinn í Akureyrarkirkju en voru fluttar sérstaklega til Skotlands vegna sýningarinnar.
Baldvin sækir efnivið sinn oftast nær í tónlist og popp-kúltúr og að þessu sinni hefur hann aðlagað meginstef lagsins Black Sabbath eftir samnefnda hljómsveit fyrir verkið.
Þeta kann í fyrstu að virðast afar ókirkjulegt viðfangsefni en stefið byggir aðallega á svokölluðum tónskratta eða “diabolus in musica”. Tónbilið (lækkuð fimmund) var fyrr á öldum talið hljóma ókristilega, standa fyrir illsku og ljótleika og var nánast bannað í vestrænum tónsmíðum langt fram á 18. öld.
Nú á dögum eru hugmyndir okkar um fegurð hins vegar mikið breyttar og skilin milli góðs og ills oft á gráu svæði - kannski sérstaklega í listum og trúmálum.
Black Sabbath nýtti sér ef til vill fyrst vinsælla hljómsveita þetta sérstaka tónbil sem áður þótti tabú, en nú heyrist það í tónlist af öllu tagi. Sérstaklega þó í hörðu rokki og kvikmyndatónlist þar sem undirstrika þarf óttablandna eða spennuþrungna stemmingu.
Það er athyglisvert að velta fyrir sér hvort við höfum “lært” að tengja þetta tónbil hinu illa eða hvort tónarnir veki á óútskýrðan hátt einhverjar óþægilegar frum-tilfinningar innra með okkur.
“Mi contra fa” í verki Baldvins (mi á móti fa ) stendur fyrir hið góða móti hinu illa, fegurðina móti ljótleikanum og staðfestuna á móti efanum.
ringstedstudio.com