Málverkið og tilkoma ljósmyndarinnar

Svo hlaupið sé mjög hratt yfir málarasöguna þá hefur málaralistin fylgt manninum frá hellisverkum fram á daginn í dag. Þróun málverksins hefur verið hæg og stöðug fram á miðbik 18. aldarinnar þegar miklar breytingar áttu sér stað innan málaralistarinnar, sem og þjóðfélagsins.

Á meðan vestræn þjóðfélög stóðu í mikilli tækni breytingu þar sem landslag iðnaðarins breyttist frá degi til dags tók tilgangur málverksins að breytast.

Málverkið var ekki lengur notað til að endurskapa raunveruleikann heldur þróaðist yfir í frjálsar tjáningar listamannsins. En á sama tíma voru fyrstu ljósmyndirnar að birtast fyrir augum almennings með þann hæfileika að líkja eftir raunveruleikanum.

Í raun og veru má spyrja sig að því hvort að ljósmyndin hafi ekki átt vissan þátt í að ýta málverkinu af stað út á nýjar brautir sköpunnar.
Strax í upphafi brutust út mikil rifrildi vegna stöðu ljósmyndarinnar:
Var hún aðeins hrein tækni eða var þetta viðurkennt listaform?

Þó sumir töldu að ljósmyndin væir að drepa málverkið (J.M.W Turner listmálari á að hafa sagt þegar hann sá Daguerrotype ljósmynd: ,,Þetta eru endarlok listarinnar. Ég er ánægður að ég hef upplifað minn tíma.”) þá voru ekki allir á sömu málum.
Menn eins og Peter Henry Emerson börðust fyrir stöðu ljósmyndarinnar innan listastéttarinnar samhliða öðrum listum og benti hann á að ljósmyndin væri jú tækni, en það sama átti við um seinustu kvöldmáltíð Leonardo DaVinci, því bakvið málverkið er flókið samspil tækniþátta t.d efnafræði litanna, stærðfræðileg uppbygging myndflatarins, táknfræði lita og hluta o.s.fv.

En þrátt fyrir þessar miklu deilur sem áttu sér stað í tugi ára, þá voru áhrif ljósmyndarvélarinnar þver öfug miða við svörtustu spár. Því með ljósmynda tækninni var unnt að fjölfalda myndir, gera eftir prentanir sem auðveldaði leið listarinnar inn á heimili þeirra efna minni.

Til að mynda var það ljósmyndatækninni að þakka að Mona Lisa er eins fræg og hún er í dag. (þegar Monu Lisu var rænt árið 1911 var ljósmyndum af verkinu dreift inn á öll heimili í Frakklandi með textanum “hafi yður séð þessa mynd” og þetta lítið þekkta málverk varð skyndilega það þekktasta á Louvre safninu ef ekki bara þekktasta málverkið í dag.)


Málverkið og tuttugasta öldin


Á meðan ljósmyndavélin nálgaðist málverkið færðist málverkið frá sjálfum sér.

20 öldin var öld breytinga, heimurinn var að breytast hraðar en hann hafði nokkurntíman gert áður og samfélagið var að breytast með. Tæknin minnkaði heiminn hratt, samskipti urðu hraðari, upplýsingar auðfáanlegri. Hugtök eins og “Global village” urðu að raunveruleika.

En þessar breytingar áttu sér einnig stað innan flatar málverksins þar sem flöturinn og skilningurinn á málverkinu breyttist með nýjum stefnum á borð við Súrrealisma, Kúbisma, Fauvisma, Abstrakt o.s.fv
En á þessum sama tíma var ljósmyndatæknin að slíta barnaskónum og fullmótast sem raunhæfur miðill fyrir alla. Ljósmyndin var að fá liti, hafði opnað leiðir inn í kvikmyndir sem varð að nýjum skemmtimiðli sem leiddi svo af sér sjónvarpið.

Fljótlega á 20 öldinni hafði Ljósmyndin og kvikmyndamiðillinn tekið sér sess sem hinn nýji miðill raunveruleikans og áfram þróuðust þessir miðlar hver í sína áttina.

Það var svo á sjötta og sjöunda ára tug 20 aldarinnar að vissri hæð þessara miðla var náð með lita sjónvarpinu, einföldum myndavélum fyrir áhugafólk og fjölskyldufólk, ódýrari tækni. Þjóðfélagið var “einfaldara” og hraðara.
Það var á þessum tímum fjöldaframleiðslu, breyttra ímynda og ofgnótt auglýsinga í formi ný-miðlanna að málverkið hætti að vera ráðandi afl innan listaheimsins. Með tilkomu poplistarinnar var markmiðið fjöldaframleiðsla listarinnar á ódýran hátt, eða eins og Richard hamilton sagði þegar hann var að útskýra pop-lista stefnuna:

„Vinsælt (hannað fyrir fjöldann); Hverfult (Snögg gerð málamiðlun); Eyðanlegur (eitthvað sem auðvelt væri að gleyma); Ódýrt; Fjölda framleitt; Ungt (Ungmenni aðal markaðshópur); Sniðugt; Kynþokkafullt; Áhrifaríkt; Glæsilegt; Vinsælt“

En mótaflið við þessari stefnu fólst frekar í skúlptúrum minimalistanna en málverkinu.
Það var a þessum tímum að staða málverksins orðin veik gagnvart ráðandi miðlum listarinnar og á næstu áratugunum átti ljósmyndin eftir að verða kraftmikið afl innan listaheimins.


Málverkið í heimi rafeinda

Heimurinn eins og við sjáum hann saman stendur æ oftar af þrem stöfum sem tákna þrjá liti sem eru undirstaðan í sjónvarpsskjám, tölvuskjám, símum og nýjustu auglýsingaskiltunum.

Þetta eru RGB (Rauður, grænn og blár) og saman skapa þau nýjan heim kýbermenningarinnar sem rís hraðar og hraðar í vestrænu samfélagi.
Eins og ég nefni fyrr í greininni var staða málverksins tekin að dvína innan listaheimsins undir lok 20 aldarinnar. Málverkið var aðeins hægt að nálgast á listasöfnum og dýrum listabókum. En hvorugur þessara hlutu var sniðinn fyrir hinn almenna áhorfanda.

Það var svo á seinasta áratugnum síðustu aldar að umheimurinn hafði byggt upp grunninn að því sem við þekkjum sem internetið (alheimsnetið). og á árunum sem fylgdu eftir breyttist tölvan, internetið varð hraðari og flæði upplýsinga í formi lita, mynda, ganga og texta varð auðveldari og útdreifðari.

Með nýjum stöðlum og nýjum skráarsniðum tók málverkið að dreifast um internetið og finna leið inn á heimili fólks. Síður tóku að spretta upp eins og gorkúlur sem innihéldu upplýsingar um listamenn og myndir af málverkum þeirra fram til dagsins í dag þar sem gagnagrunnar tileinkaðir listamönnum eru til staðar (t.d Olga's gallery og Ubuweb) það eru jafnvel komin net-gallery á borð við Saatchi gallery sem getur verið vettvangur fyrir nýja og upprennandi listamenn.

Nýju lífi var blásið í málverkið sem var skyndilega ekki háð listasöfnum eða listabókum heldur lifðu á opnum svæðum fyrir hvern þann sem hafði internet aðgang.
En innrás listarinnar inn á vefinn er engann veginn lokið því með nýrri tækni opnast nýjir möguleikar og ber að nefna þýska listasafnið Dresden sem hefur opnað nákvæma eftirmynd af safninu í sýndarveruleikanum Second life.

Og í náinni framtíð mun málverkið í heimi rafeinda breytast, það mun þróast með kýbermenningunni, því þó áhrif málverksins séu miklu meiri þegar staðið er augliti til auglitis við þau þá skulum við ekki vanmeta framtíðina. Hún kemur alltaf á óvart. Það eina sem hægt er að segja með nokkurri vissu um morgundaginn á veraldarvefnum er að hann verður öðruvísi.