hérna er smá pæling varðandi stöðu málaralistarinnar í dag.

————————————————————


Málaralistin í dag er komin á mjög sérstakan stað.
Seinasti frægi listamaurinn sem allir þekktu dó fyrir meira en 20 árum. Þetta var Andy Warhol.

Í dag er list ekkert, um leið og hún er allt.
List í dag hefur enga stefnu, ekkert manifesto.
Listin í dag hleypur um í myrkvuðu herbergi og kallar: “sjáðu mig, sjáðu mig, sjáðu mig.”

List er farin að snúast alfarið um listamanninn og hans innra sjálf í stað þess að vera fyrir áhorfandann.

Við erum stefnulaus,
Við erum blind
Við erum týnd.

Við erum komin lengra en post-modernisminn. Við nýtum okkur tækni og stefnur fortíðarinnar án þess að skylja hugmyndafræðina á bakvið.
Í gegnum þessa endurvinnslu er handverkið, táknin og hefðir að deyja.

Og til að bæta gráu á svart þá búum við í þjóðfélagi á tímamótum þar sem hið hliðræna og hið stafræna bítast á í blóðugrum átökum framtíðarinnar. Og hring eftir hring í kringum þetta þjóta tæjur fortíðarinnar í bland við ringulreiði stefnulausrar nútíðar.

En það er ljós í myrkrinu, því aðeins sá er fundinn sem fyrst er týndur.
Förin er ekki um endastaðinn heldur um þær breytingar sem verða á okkur á leiðinni.

Sjálfsskoðun
Sjálfsuppgötvun.

Við erum spurningin, við erum svarið, við erum framtíðn.
Því úr ringulreiðinni mun regla rísa í nýju formi, líkt og hún hefur gert um aldir alda.