Enn ein listasöguritgerð vúú!!
Myndir bara í linkum en ég ráðlegg ykkur að specca þær.

Margir listamenn hafa prýtt sögu þessa heims en í mínum augum er Waterhouse einn af þeim fremstu, hann nær til mín með viðfangsefnum sínum og hæfileikum. Ef ég gæti þá myndi ég eyða öllum deginum á það eitt að horfa á málverkin hans.

John William Waterhouse var vel þekktur listmálari og var þekktur sérstaklega fyrir að mála konur og upp úr goðsögnum og úr bókmenntum, þó sérstaklega enskum. Hann fæddist í Róm árið 1849 þar sem faðir hans vann sem málari en móðir hans var einnig í þeirri starfsgrein. En þau voru ekki lengi í Róm heldur fluttu til Englands á ný. Waterhouse hjálpaði föður sínum í vinnustofunni og lærði undir honum áður en hann gekk inn í Konunglegu Akademíuna árið 1870. Fyrstu málverk hans einkennast mikið af klassískum þemum anda Sir Lawrence Alma-Tadema og Frederic Leighton.

Eftir að hafa gifst Esther Kenworthy árið 1883 fluttist Waterhouse til Primrose Hill Studios. Waterhouse fær auknar vinsældir þegar hann málar Consulting the Oracle og stuttu seinna með The Lady of Shalott. Lady of Shalott sýnir hvað Waterhouse er byrjaður að fá meiri áhuga á sorglegum eða valdamiklum „femma fatales“ ásamt „plein-air“ málverkum. Önnur dæmi um „femme fatale“ er Cleopatra, Invidiosa og Lamia. Vinsældir hans jukust og Waterhouse var farinn að sýna verk sín víðsvegar um England.

Waterhouse málaði alla sína ævi fram til 1917 þegar hann dó af krabbameini. Hann og kona hans áttu engin börn en frændi hans Dr. John Physick hefur haldið minningu hans á lofti.

Waterhouse átti hreint út sagt stórkostleg málverk og er viðfangsefni hans einstaklega skemmtilegt. Það er gaman að sjá hvernig hann tekur oft fyrir eina persónu og málar hana á nokkrum verkum í mismunandi aðstæðum eins og Lady of Shalott, Ophelia og Lamia. En verkin sem verða tekin fyrir í þessari ritgerð verða Lafðina af Shalott og þá öll þrjú, í röð eftir atburðarrás.

Lafðin af Shalott er ljóð eftir Tennyson en er byggt lauslega á sögu Eline af Astolat en verk Waterhouse byggjast eingöngu á ljóðunum. Lafðin veit að það liggur bölvun á henni og þar af leiðandi situr við vefstólinn sinn og vefar allan daginn. Hún sér heiminn í gegnum spegil og sér hún þar skugga heimsins. Hún er rétt fyrir utan Camelot og einn dag sér hún riddarann Lancelot ríða fram hjá og lítur út til að sjá hann og lítur þá upp til Camelot. Við það brotnar spegilinn og bölvunin tekur völdin.

http://www.jwwaterhouse.com/view.cfm?recordid=19


There she weaves by night and day
A magic web with colors gay.
A curse is on her if she stay
To look down to Camelot.
She knows not what the curse may be,
And so she weaveth steadily,
And little other care hath she,
The Lady of Shalott.

But in her web she still delights
To weave the mirror’s magic sights,
For often trough the silent nights
A funeral, with plumes and lights
And music went to Camelot;
Or when the moon was overhead,
Came two young lovers lately wed:
“I am half sick of shadows, “ said

The Lady of Shalott.

Þessi tvö erindi úr Lady of Shalott lýsa mjög vel myndinni hér að ofan. Þessi mynd heitir I Am Half-Sick of Shadows og er bein vitnun í ljóðið. Myndin er gerð árið 1916 og er olía á striga. Þar má sjá lafðina sitja við vefstólinn og horfa út um spegilinn á parið sem gengur þar framhjá. Raunsæi myndarinnar er gífurlegt og má sjá mikið af smámunum á stangli um herbergið og Camelot í fjarska. Waterhouse málar konurnar sínar alltaf mjög eðlilegar, þær eru engar renglur en samt ekki jafn holdugar eins og var lengi í tísku. Mér finnst eins og maður sé að gægjast inn um dyragætt á einhverju húsi um miðjan dag og sér þar þessa lafði sem hvílir sig á vefnaðinum.

http://www.jwwaterhouse.com/view.cfm?recordid=27

His broad clear brow in the sunlight glowed;
On burnished hooves his was horse trode;
From underneath his helmet flowed
His coal-black curls as on he rode,
As he rode down to Camelot.
From the bank and from the river
He flashed into the crystal mirror,
“Tirra lirra,” by the river
Sang Sir Lancelot.

She left the web, she left the loom,
She made three paces through the room,
She saw the water lily bloom,
She saw the helmet and the plume,
She looked down to Camelot.
Out flew the web and floated wide;
The mirror cracked from side to side;
“The curse is come upon me,” cried
The Lady of Shalott.


Svo segja þessi tvö erindi og eiga við mynd Waterhouse, The Lady of Shalott, sem hann málaði 1894 og er olía á striga og er geymd á City Art Gallery, Leeds í Englandi. Eins og ljóðið segir þá kemur lafðin auga á riddarann Lancelot í gegnum spegilinn sinn og lítur út þar sem hún sér hann. Hún flækir vefnaðinn sinn og rekur óvart upp vefnaðinn. Það má sjá rétt svo glitta í riddarann í speglinum og hvernig spegilinn er byrjaður að fá sprungur.

Þessi mynd er einstaklega falleg rétt eins og sú fyrri, en virðist hafa orðið fyrir dálitlum skemmdum. En smáatriðin allt frá dúknum á gólfinu og hnyklunum á gólfinu til andlitsfegurðar lafðinnar og fellingarnar í kjólnum eru ótrúleg. Hvítur kjólinn virðist vera úr þunnu og lítillega gegnsæju efni með gylltum undirkjól og bryddingu. Hreint ótrúleg.

http://languageandlit.com/images/waterhouse-ladyofshalott.jpg

In the stormy east wind straining,
The pale yellow woods were waning,
The broat steam in his banks complaining,
Heavily the low sky raining
Over towered Camelot;
Down she came and found a boat
Beneath a willow left afloat
And round about the prow she wrote
The Lady of Shalott.

And down the river’s dim expanse
Like some bold seer in a trance,
Seeing all his own mischance—
With a glassy countenance
Did she look to Camelot.
And at the closing of the day
She loosed the chain, and down she lay;
The broad stream bore her far away,
The Lady of Shalott.



Lying, roved in snowy white
That loosely flew to left and right—
The leaves upon her falling light—
Throuh the noise of the night
She floated down to Camelot;
And as the boat-head wound along
The willowy hills and fields among,
They heard her sining her last song,
The Lady of Shalott.

Heard a carol, mournful, holy,
Chanted loudly, chanted lowly,
Till her blood was frozen slowly,
And her eyes were darkened wholly,
Turned to towered Camelot.
For ere she reached upon the tide
The first house by the waterside,
Sining in her song she died,
The Lady of Shalott.


Waterhouse málaði þessa mynd, The Lady of Shalott (on boat) árið 1888 og er hún fegurst af þeim öllum. Þessi mynd sýnir þegar lafðin af Sharlott fylgir dapurlegum örlögum sínum og finnur sér bát, losar hann frá og syngur sinn seinasta söng meðan hún siglir niður að Camelot en deyr áður en hún kemst til borgarinnar. Raunsæið í þessari mynd er enn meira en í hinum, hún er nánast eins og ljósmynd. Smáatriðin af lafðinni sjálfri og angistarsvipurinn sem hún ber þegar hún losar um bátinn. Umhverfið er mjög nákvæmlega gert. Smáatriðin allt frá kertunum og litlu fuglunum við árbakkann eru hreint ótrúleg. Speglunin í vatninu, sagan sem er á teppinu í bátnum, nafnið hennar á stafni bátsins, virkilega glæsilega gert og tilfinningaþrungið. Ef ég ætla mér einhvertímann að laumast inn á listasafn og stela málverki þá er það þetta.

Sagan af lafðinni af Sharlott er sannarlega sorgarsaga þar sem hún eyðir öllu lífi sínu innilokuð og loks þegar hún sér hinn raunverulega heim tekur dauðinn við henni þar sem hún siglir til Camelot, staðurinn sem hún átti aldrei að fá að sjá. Þegar hún kemur þangað sér Lancelot hana og biður fyrir henni en lafðin var þá þegar horfin dauðanum.

Ljóðin og verk Waterhouse eru glæsileg og sérstaklega skoðuð saman, en það má þakka ljóðunum fyrir því að ég fór að grennslast fyrir um Waterhouse.

Ævintýrabragur Waterhouse er stórkostlegur og snertir strengi innra með mörgum og þá sérstaklega fólki eins og mér sem lifir fyrir ævintýrin og miðaldirnar. Þetta var aðeins stutt umfjöllun og brot af hugmyndarflugi Waterhouse og vona ég að hann muni snerta hjörtu fleiri en míns eigin um ókomna tíð.
kveðja Ameza