Jæja, ég sótti um stjórnendastöðu hér á /myndlist og fékk það fyrir góðmennsku Pirr og þakka kærlega fyrir það :D Ég ætla að reyna að láta vel til mín taka hér á áhugamálinu, og vonandi næ ég að hvetja fólk til að senda inn meira efni.
Mig langaði bara benda fólki á að ykkur er meira en velkomið að senda inn verk í Myndir sem þið gerðuð sjálf, en það er líka mjög vel tekið í ef þið sendið inn myndir eftir uppáhalds listamenn, eða upprennandi listamenn sem ykkur finnst að mætti nefna. Ef myndin er samt ekki eftir ykkur heldur eftir einhvern annan einstakling, þá setja nafnið á einstaklingnum í lýsingu, og ef þið hafið vefsíðu eða eitthvað slíkt sem hægt er að nálgast upplýsingar um manneskjuna, endilega hafa það með :) Myndir þurfa ekki að einskorðast við það að það sé frá YKKUR, jafnvel þótt það sé náttúrulega alltaf skemmtilegast ;)
Einnig með greinar, þetta er eina greinin sem hefur komið í mjög langan tíma og ég hvet fólk hérna eindregið til að skrifa greinar og senda inn :) Hvort sem það er ritgerð sem þið gerðuð fyrir listatíma (listasögu, myndlistartíma, áhugaritgerð um list o.s.frv.) eða grein um uppáhalds listamann ykkar eða listastefnu, þá er frábært tækifæri að nýta sér þennan möguleika og senda inn nýja grein :) Það eina sem við stjórnendur förum fram á er að hún sé ágætlega upp sett og skiljanleg :)
Svo eru náttúrulega korkarnir til að nýta sér þegar maður hefur einfaldar spurningar, eitthvað stutt og laggott að segja og allt sem kannski passar ekki inn í greinarnar. Þá er líka tilvalið að auglýsa myndlistasýningar sem þið viljið vekja áhuga á, eða benda á listamenn sem ykkur þykir vert að kíkja á.
Endilega nýtið ykkur þessa valmöguleika, og ég vona að ég geti hjálpað til með áhugamálið :)