Sarah Ellerton er listamaður frá Ástralíu sem hefur teiknað og skrifað myndasöguna Inverloch og er að vinna í The Phoenix Requiem.
Sagan Inverloch er sería í fimm bókum sem er í fullum lit. Sagan var upphaflega vefmyndasaga (webcomic) þar sem sagan uppfærðist um nokkrar blaðsíður vikulega á árunum 2003-2007. Seinna var sagan gefin út í lit og eru fyrstu þrjár bækurnar komnar út.
Sagan fjallar um Acheron sem er svokallaður da’kor sem eru einhver blanda af mönnum, úlfum og fleiri dýrum. Í þessum heimi sem er einnig fullur af álfum, göldrum og já mönnum fer Archeron að leita að einum álfi sem er æskuvinur hans heittelskuðu.
Aðgangur að myndasögunni er ennþá á netinu en eru það upprunalegu teikningarnar en ekki betrumbættu sem birtar voru í bókunum. Það má sjá að í svona fyrsti og kannski annarri bókunum er listamaðurinn að finna sinn stall en eftir það er teiknistílinn mjög stöðugur og flottur.
Sarah er einnig byrjuð á annarri sögu að nafni The Phoenix Requiem. Þessi saga er einnig á netinu og eru teikningarnar alveg rosalega flottar! Að þessu sinni gerist sagan í Viktoríulegu umhverfi (tímabilið semsagt) í heimi ekki ólíkum okkar. Söguþráðurinn er aðeins rétt að byrja og eru komnar um 60 blaðsíður, aftur allt í lit. Það koma milli 4-6 blaðsíður á viku.
En já þessi höfundur er í miklu uppáhaldi hjá mér og langaði að benda ykkur á hana þar sem söguþráðurinn er æðislegur og myndirnar hennar eru alveg engu líkar :)
Linkur á heimasíðuna hennar:
http://www.seraph-inn.com/
kveðja Ameza