Há-Endurreisnatímabilið Hér er smá lokaritgerð sem ég þurfti að skrifa fyrir Listasögu 103, og fyrir þessa ritgerð fékk ég, mér til mikillar furðu, 10. Þannig að ég ákvað að senda hana hér inn, útaf mikilli greinaþurrð hérna. :P
Vonandi líst ykkur vel á þetta.


Endurreisnin hefst á síðari hluta 15. aldar í Ítalíu. Endurreisnin þýddi aðeins það að það var verið að vekja upp list forn-grikkja, fullkomnunina. Menn fóru að pæla aðeins í fjarvídd, litum og ljósi. Arkítektinn Filippo Brunelleschi fann til dæmis upp formúluna fyrir fjarvídd sem var strax nýtt til hlýtar af listamönnum endurreisnar. Fyrstur til að nýta sér fjarvíddarformúluna í málverkum var málarinn Masaccio. Svo kom á sjónarsviðið Donatello, myndhöggvari sem fór að nýta sér þessa tækni líka í styttum sínum. Eftir þetta fór að sjá til fleiri og fleiri listamanna sem tókst að nota fjarvídd í málverkum mjög vel, og ekki stoppaði það þar. Snilldin hélt áfram og náði nánast fullkomnun á há-endurreisnatímabilinu. Há-endurreisnatímabilið, Cinquecento, er eitt þekktasta skeið myndlistasögunnar. Á þessum tíma komu fram margir af mestu myndlistasnillingum sem sjást hafa, til dæmis Leonardo da Vinci, Michaelangelo og Rafael. Verður fjallað hér um list í Flórens á tímum há-endurreisnar.

Há-endurreisnatímabilið hefst í byrjun 16. aldar. Þetta tímabil einkennist af rannsóknum á lögmáli fjarvíddar og líffærafræði. Myndir fóru að vera fullkomnari og raunverulegri. Á þessum tíma má líka segja að listamennirnir hafa verið frjálsari en áður. Það var komið að þeim til að sanna sig fyrir ríka og fræga fólkinu í staðin fyrir að vera bara skipað að gera eitthvað. Ef listamennirnir sönnuðu sig fyrir þeim, þá fengu þeir að vinna fyrir þau. Listamenn og atvinnuveitendur voru hinsvegar ekki alltaf á sama máli um hvað ætti að gera. Til dæmis þá vildu hinir lærðu húsasmiðir gera sigurboga og hof en atvinnuveitendur vildu frekar láta smíða kirkjur og hallir. Það sást vel á öllum þeim byggingum sem smíðaðar voru á þessum tíma að smiðirnir hafi stúderað vel fornklassískan byggingastíl. Það sást mikið í dórískar, jónískar og kórinþanskar súlur. Bramante ætlaði til dæmis að smíða nýja Péturskirkju og hafa hana í stíl við Colosseum og með risastórt hvolf. Það náðist aldrei að fjármagna það verkefni hinsvegar.

Elsti listamaður há-endurreisnatímabilsins var Leonardo da Vinci. Hann fæddist árið 1452 og byrjaði að læra hjá snillingnum Verrocchio þegar hann var 14 ára gamall. Verrocchio var mjög hrifinn af myndum Leonardos og gaf honum eigið vinnupláss og leyfði honum svo að vinna að mynd með sér þegar Leonardo var tvítugur. Eftir að Leonardo hjálpaði honum með þessa mynd hætti Verrocchio að mála vegna þess að hann skammaðist sín svo að Leonardo var betri en hann í að mála.
Ein þekktasta mynd Leonardos er eflaust Mona Lisa. Sú mynd er mjög umdeild, það veit enginn hvað myndin táknar eða nákvæmlega hver konan er. Bros konunnar virkar á suma sem að hún hafi verið leynilega ólétt og var ánægð með það. Aðrir sjá það út að þetta sé sjálfsmynd af Leonardo sem kvenmaður. Sérkenni myndarinnar er örugglega hversu mjúk myndin er, mjúkir skuggar, létt birta og engar (eða mjög ósýnilegar) útlínur, en áður fyrr voru tíðkaðist að hafa útlínur sterkar og skugga harða. Leonardo málaði myndina fyrir Francesco di Bartolommeo di Zanobi del Gioconda, og á myndin að hafa verið af þriðju konu hans, Lisa di Antonio Maria di Noldo Gherardini. En Leonardo gaf Gioconda aldrei verkið og seldi Frakklandskonungi myndina rétt áður en hann dó. Það er talið að honum hafi þótt of vænt um verkið til að selja það í hendur Gioconda.
Leonardo var ekki einungis góður málari, hann var einnig mjög hugmyndaríkur og hannaði oft hluti sem fólki þótti fráleitt á þessum tíma. Leonardo hannaði m.a. skriðdreka, flugvélar, köfunarbúning og margt annað. Hann var einnig í nokkurn tíma vopnahönnuður fyrir Ítali og hannaði skriðdreka, hríðskotabyssur og handsprengjur fyrir þá. Leornardo var líka mjög heillaður af flugi fugla. Hann vildi finna eitthvað upp sem gæti gert mönnum kleift að fljúga sem fuglinn. Flestar tilraunir hans mistókust. Það sem hann gerði rangt með hannanir sína er að hann hélt að fuglar blökuðu vængi sína niður og aftur á bak. Einnig hélt hann að vöðvastyrkur manna væri nógu mikill til að blaka „vængjunum”. Það var ekki fyrr en eftir langan tíma sem hann hannaði eitthvað sem gæti hafa flogið, en þá gafst hann upp á þessu. Mörgum árum seinna sjá menn hannanir hans á þyrlunni, sem hefði getað flogið. Hann eyddi 25 árum bara í það að reyna að hanna vængina rétt svo að menn gætu flogið með eigin vöðvaafli. Hann var einn af mestu snillingum sinna tíma.
Þann 5. maí árið 1519 dó Leonardo og var hann þá í Frakklandi í boði Frakklandskonungs.

Annar snillingur þessa tíma var Michaelangelo Buonarroti. Hann er fæddur árið 1475 og lærði hjá Domenico Ghirlandaio þrátt fyrir mótmæli föður síns sem vildi að hann myndi verða kaupmaður, hann sagði listamenn vera engu betri en skósmiðir. Eftir að hafa verið í ár hjá Ghirlandio fór Michaelangelo að læra höggmyndagerð hjá Medici fjölskyldunni. Á meðan hann var hjá Medici fjölskyldunni fór hann að skoða líkamsbyggingu manna og fékk að skoða lík í kirkju einni og gaf hann prestinum útskorna mynd úr tré af Jesú á krossinum fyrir að fá að kanna líkin þar sem þannig lagað var bannað í kristni.
Það var einskonar ,,kalt stríð” á milli Michaelangelos og Leonardos á þessum tímum. Þeim var einstaklega illa við hvort annað, enda mikil samkeppni um að fá að vinna fyrir fólk. Þeir voru líka báðir frábærir listamenn, það væri örugglega erfitt að velja á milli þeirra tveggja ef maður væri ríkur maður á þessum tímum að leita sér að málara.
Michaelangelo fannst mikið betra að gera höggmyndir heldur en málverk, enda gerði hann mikið fleiri höggmyndir heldur en málverk á ævi sinni. Honum þótti leiðinlegt að gera málverkin í sixtínsku kapellunni en hann lét sig hafa það og hefði ekki geta gert það betur. Hann málaði þar heilt loft með rúmlega 300 manneskjum á og tók verkið hann um 4 ár. Hann steig lítið niður frá pallinum þegar hann var að mála loftið. Hann vildi bara klára verkið sem fyrst og fara að vinna að nýrri höggmynd.
Michaelangelo gerði nokkur grafhýsi fyrir Medici fjölskylduna. Grafhýsi þessi voru mikið skreytt og sýndu vel hversu góður myndhöggvari Michaelangelo var. Grafhýsin gerði hann án allra kristinna tákna. Hann gerði engan Jesú, enga Maríu mey, bara myndir sem sýndu tilfinningar manna, mannlegar myndir, raunverulegar myndir.
Þegar Michaelangelo var rétt tæplega þrítugur gerði hann marmarastyttuna David. Styttan átti að hvetja Flórensbúa og sýna fram á von þar sem Flórens átti í erfiðum tímum að stríða á þessum tíma. David átti að vera einskonar verndari borgarinnar. Styttan var þessvegna sett á mjög sýnilegan stað í Flórens þar sem allir gátu séð styttuna. Það þurfti að breikka nokkrar götur til að færa styttuna og það tók 5 daga að færa hana á sinn lokastað, Palazzo Vecchio, frá verkstæði Michaelangelos. Hann var mjög stoltur af þessu verki.
Hann gerði einnig virkilega fallegar Pietá höggmyndir; eina gerði hann fyrir eigið grafhýsi, en honum líkaði myndin ekki og réðst á hana einn daginn og reif af henni fætur og hendur Jesú og aðra höndina af Maríu mey. En vinir Michaelangelos hvöttu hann áfram til að klára myndina til að hann ,,gæti haldið áfram að höggva út myndir eftir dauðann”. Hann var á þessum tíma níræður. Lést hann svo árið 1564 og gaf Guði sál sína, eins og hann sagði sjálfur: ,,Ég gef sál mína til Guðs, líkama minn til jarðarinnar og eignir mínar til minna nánustu ættingja”.

Næstur á sjónarsviðið kemur Raffaello Santi, eða Rafael. Hann var fæddur árið 1483 og lærði hjá Pietro Perugino. Rafael var, annað en Michaelangelo og Leonardo, ljúfur í skapi, auðveldari að ráða við og vinnufús, sem kom honum vel þegar fólk fór að panta hjá honum myndir. Faðir Rafaels var víst líka listamaður, en samkvæmt Vasari var hann ekki sérlega góður málari. Faðir hans kenndi honum samt grunnatriði myndlistar og fékk hann til að byrja að mála.
Snemma á lífskeiði sínu sýndi hann gífurlega hæfileika í málun og teiknun. Hann var mjög heillaður af listaverkum Michaelangelos og Leonardos og sér maður áhrif frá þeim í málverkum Rafaels.
Rafael var hvað einna þekktastur fyrir madonnumyndirnar sínar og hversu vel hann gat sett myndirnar upp án þess að raska myndbyggingunni. Eins og til dæmis myndin hér að ofan af Galateu, þar á hver persóna sér samsvörun og hver hreyfing samsvarast við aðra hreyfingu. Samt er myndin ekki of ,,þung” þrátt fyrir allar persónurnar, afþví að þetta passar allt saman og samsvarast. Það gerir það að verkum að það er mikil hreyfing sem maður skynjar í myndinni.
Myndir Rafaels voru margar hverjar með manneskjum í sem voru hálfgerðar ýmindanir hans. Hann hafði módel, en hann ,,fullkomnaði” þau, svipað og á tímum forn grikkja þar sem reynt var að búa til ,,hinn fullkomna” mannslíkama frekar en að notast aðeins við útlit einnar manneskju. Sambland þessar fullkomnunar og myndbygginganna gerir myndir Rafaels svo einstakar.
Rafael lést ungur að aldri, aðeins 37 ára gamall, árið 1520 í Róm eftir að hafa verið þar í 12 ár að gera myndir fyrir páfann.

Feneyjar fylgdu fast á hæla Flórens í endurreisninni. List Feneyjarskólans einkenndist samt meira af litum og birtu, annað en Flórensskólinn, sem einkenndist af góðri líkamsbyggingu og fullkomnun. Myndir frá Feneyjum á endurreisnartímabilinu eru sérstaklega litmiklar og ljósar og voru yfirfullar af smáatriðum. Feneyjarmyndirnar höfðu samt sömu mýkt eins og myndir Leonardos, skuggarnir voru ekki eins harðir og áður. Það sannar bara það að Feneyjarlistamennirnir hafi fylgst með Flórenslistamönnunum og notað tækni þeirra í sínar myndir. Þeir lögðu bara meiri áherslu á smáatriðin í myndunum, annað en listamenn Flórens sem lögðu meiri áherslu á teikninguna heldur en litina.
Frægasti listamaður Feneyjarskólans var örugglega Tizian. Hann var tæplega 100 ára gamall þegar hann lést úr plágunni, lífsseigur maður. Hann var frægastur fyrir andlitsmyndirnar sínar. Það var meira að segja keppst um að fá að sitja fyrir hjá honum til að fá málverk af sér. Fólk trúði því að Tizian gerði mann ódauðlegan með því að mála af manni mynd. Það væri nú furðulegt ef svo væri. Myndir hans voru samt svo raunverulegar að maður gæti allt eins haldið að þetta væri ljósmynd. Notkun hans á litunum og birtunni er bara alveg ótrúlegt. Myndir hans virtust svo lifandi.

Endurreisnin tók svo að þróast út í manerisma um 1520. Þá var myndlistin búin að ná toppnum, raunveruleikinn í höfn, þannig að listamenn tóku að fjarlægjast raunveruleikanum og fóru að gera verk sín torskildari og flóknari. Myndlistin á þessum tíma fór að verða afar sérkennileg. Oftar en ekki voru myndirnar óraunverulegar og teiknimyndalegar. Líkamshlutföll voru teygð til ýtar og menn fóru að mála meira eftir ýmindunaraflinu frekar en eftir fyrirmyndum. Menn hættu að reyna að gera hlutina raunverulega og gerðu allt eftir eigin höfði. Gluggi sem Frederico Zuccaro gerði á tímum manerismans er til dæmis afar sérkennilegur. Glugginn er einskonar höfuð með opinn munn, og í munninum er glugginn sjálfur. Þetta var dæmigerður manerismastíll.
Út frá manerismanum tók svo að myndast Barokk stíllinn, sem er eiginlega bara framhald af Endurreisnatímabilinu. Barokk stíllinn einkenndist bara af aðeins meiri ljósi og sterkari skuggum heldur en tíðkaðist í Endurreisnastílnum.

Endurreisnatímabilið er eflaust frægasta tímabil listasögunnar. Á þessum tíma komu fram nokkrir af helstu listamönnum listasögunnar, Leonardo og Michaelangelo til dæmis. Fólk getur allavegana litið á myndir eftir þá og þekkt þær án þess að þurfa að lesa sig til. Fólk hefur bara alist upp við þessar myndir og þekkir þær betur en aðrar. Myndir þessa tímabils einkennast af mjúkum línum og skuggum og er Móna Lísa eflaust frægasta myndin í þessum stíl, það er mynd sem flestir þekkja. Endurreisnatímabilið var tími þess sem var verið að endurgera list forn-grikkja. Það var verið að reyna að finna fullkomnun, eins og listamenn forn-grikkja reyndu. Fólkið á myndum þeirra voru einskonar fullkomnar manneskjur. Það var aldrei eitthvert eitt módel sem var aðal módelið. Eiginleikar manna voru blandaðir saman til að búa til hinn fullkomna mann. Endurreisnatímabilið var svipað. Michaelangelo fór eftir staðli forn-grikkja í þessu og Rafael fór eftir ýmindunaraflinu til að gera svona fullkomnar manneskjur. Það var þá því ekki bara venjuleg módel á myndunum, það var fullkomnun sem þeir voru að mála. Það er það sem gerði myndir endurreisnatímabilsins svona sérstakar. Það er hægt að segja að listamenn þessa tíma voru bara einskonar guðir sem gátu skapað menn á myndfleti.


Heimildir:

Saga Listarinnar eftir E. H. Gombrich, Mál og Menning.

http://en.wikipedia.org/wiki/Michelangelo

http://en.wikipedia.org/wiki/Raphael

http://www.lairweb.org.nz/leonardo/

http://library.thinkquest.org/27891/data/new1/html.htm

http://www.kausal.com/leonardo/

http://www.michelangelo.com/buonarroti.html

http://www.mos.org/leonardo/

http://www.wga.hu/frames-e.html?/bio/r/raphael/biograph.html
I C U P