Deathrock
Mér fannst þetta bara lélegt svar hjá honum, hann var á leiðinni út úr listasafninu og nennti ekki að gefa betra svar.. Ég er ekki sammála að list sé allt sem listamanninum finnst það vera,
Mig fynnst persónulega þetta afar flott og full gillt svar, af hverju?…
Jú af því listageirinn er svo stór og flókinn, til þess að uppfylla okkar allra mismunandi tilfiningalegu þarfir. Ef að það væru einhverjir þröskuldar fyrir ýmindunaraflið hjá listamönnunum myndu sennilegar verða stöðnun og ófrumleiki vandamál listageirans.
Það hafa komið upp tímabil í listasögunni þar sem menn fóru að sporna við nýjungum í listum. Enda voru þau tímabil ekki langlíf vegna þess að mönnum fór að leiðast það að hafa svona þröngt rými fyrir nýjungum og prófunum í listum.
Ég er að tala um stefnur eins og Nýklassismann sem var mest ríkjandi í Frakklandi á 17. öld. (en var líka til í öðrum löndum og öðrum tímum). Á þeim tíma var gengið út frá því að fyrirmyndir Grikkja og Rómverja væru eilífar og lengra væri ekki hægt að komast í form og fagurleika. Og varð að sjálfsögðu algjör einstefna í listum og algjör ófrumleiki. Þetta var bæði í bókmenntum og í myndlist.
Menn Rómantíkurinnar voru snöggir til og börðust gegn þessum boðskap, og svöruðu því að form og fagurfræði væru breytileg. Rómantíkin er ákveðin stefna sem er mismunandi og breytileg eftir tíma, löndum og listamönnum. Einmitt vegna þess að hún boðaði algjört frelsi listamannsinns til þess að tjá sínar tilfiningar/hugsanir eða það sem hann vildi tjá.
Rómantíkarararnir börðust einnig fyrir eflingu þjóðlegrar menningar, og urðu hugtök eins og þjóðarsálin vinsæl umræðuefni. Þannig að með fjölbreyttni sem vopn náðu þeir að efla þjóðlegar menningarstarfsemi. Og er það sem ég held að sé best fyrir þjóðir að nota fjölbreytni til þess að móta mismunandi menningarkima þjóðfélags.
Ég til dæmis er að nota surrealisma (sem er ekki sér íslensk stefna) til þess að ná þjóðlegum áhrifum í málverk og teikningar mínar. Íslensk menning og náttúra fynst mér oft á tíðum afar surrealísk. Allar þessar þjóðsögur sem eru búnar að vera til frá örófi alda, sem menn rómantíkurinnar eins og Jón Árnason tóku samann, eru oft á tíðum mjög surrealískar ef maður pælir í því.
Deathrock
Held að flestir listamenn tengi sig við einhverja eina stefnu og pælir í henni á meðan aðrir taka sér fleira fyrir hendur.
Jú rétt er það, enda spratt upp á 19, og 20, öldini allveg hundruðir mismunandi stefna og strauma í listum
Og höfum við á Íslandi verið svo lítið yðin við að innleiða eithvað af þessum stefnum, ég get nefnt eins og Impressionisma, Expressionisma, Dadaisma, Cubisma, Realisma, Pop- art og Minimalisma. Allavegana hef ég séð helling af íslenskum verkum sem hægt væri að flokka undir þessar stefnur.
En þetta hugtak sem þú nefnir Ný – list hef ég aldrei heirt neina skilgreiningu á og hef ég ekki vitað að væri til. Hinsvegar eru virðist Minimalismi, Conceptual Art, Dadaism og Innstallation (Innsetning) vera frekar vinsæll í dag, sem ég held að séu þær stefnur sem þú og greinarhöfundurinn séu að deila á.
Hins vegar er það satt að sumar stefnur eru erfiðari en aðrar í því að aðlaga þeim að okkar umhverfi eða okkar menningu. Og sumir vilja vera alþjóðlegir í hugsun og láta menningu okkur lítið aftra sér í þeim málum. Og er það bara þeirra val og hafa þeir fullan rétt á slíku.
Hérna eru síður ef þú ert ekki vissum hvað hver stefna þýðir:
http://www.artlex.com/ArtLex/m/minimalism.htmlhttp://www.artlex.com/ArtLex/d/dada.htmlhttp://www.fss.is/bragi/LIM/LIM203_image/stefnur.htm_________________________________________________________________-
Deathrock
Þetta var kannski svona mest fyrst þegar málverkin vildu aðgreina sig frá ljósmyninni sem var nákvæm skrásetning á raunveruleikanum þegar hún var að þróast og þá vildi fólk frekar láta taka myndir af sér en málverk.. En listaverk eru alltaf hugmyndir listamannsins, áróður og annað þannig ég held að flest verk spili eitthvað með tilfinningar, hvort sem það er í ljósi eða formi.. Nýlistaverk snúast örugglega eitthvað um tilfinningar líka… ég hef ekkert á móti nýlistaverka málverkum og þannig, það var aðallega gjörningana sem ég er ekki alveg að fíla, sem eru sumir hverjir alveg útí hött…
Jújú, það er afar flott tímabil í myndlistasöguni. Þegar Impressionisminn var að riðja sér til rúms með listamönnum á borð við Claude Monet, Camille Pissarro, Vincent Van Gogh, Paul Gaugin og fleiri snillingum…
En það er náttúrulega þitt álit á hvað sé besti tímin í listasöguni. En aðrar stefnur og aðrir tímar eins og minimalismi eru ekkert með minni listræn gildi að sjálfusér þó að þú skilur eða fílar þau ekki.
Svo líka eitt annað, þegar Impressionisminn var nýr af nálinni upp úr 1860 hlýtur að hafa verið svipað andrúms loft og er nú með “Ný – list”. Ég meina þá að þeir sem undan höfðu verið voru búnir að leggja margra alda vinnu og þróun í raunsæisverkin sín í þeim tilgangi að ná sem nákvæmustu myndum af áhveðnum myndefnum.
Þannig að það hlýtur að vera svolítið viðbrigði að allt í einu komu menn sem urðu afar vinsælir á því að mála ósagnfræðilegar (þeir máluðu hversdagslegar) myndir með ýktum litum og grófum penslastrokum.
Ég held nú reyndar að flestar listastefnur hafa verið umdeildar í fyrstu, og sumar gerðu meira í því að vera umdeildar en aðrar. Eins og Dada-istarni.
Eins og Dada-istinn Marcel Duchamp sem var svo yðinn í því að ögra fyrirfram áhveðnum lista viðmiðunum. Árið 1917 stillti hann upp pissuskál sem bunaði úr eins og gosbrunni. Að sjálfsögðu voru afar margir fagurkerar sem fussuðu og sveiuðu yfir þessu uppátæki hanns sem hann kendi við list. Nú í dag er Duchamp einn frægasti listamaður innan Dada- ista hreifingarinnar. Og var hugmyndin að ögra, því viðmiði hvað væri list.
Það má finna áhveðna samsvörun hjá Dada-ismum annarsvegar og pönkurum hinsvegar að í báðum listastefnum hefur markmið verið að ögra fyrirfram viðmiðuðum listrænum gildum.
Svo er það bara undir okkur komið að áhvarða það hvort að okkur líkar þessi ögrun eða ekki.
En ef okkur líkar ekki gildin/gjörningarnir/innsetningin/málverkin/tónlistin, er ekki þar með sagt að þau séu ekki list.
_______________________________________________
En þú mátt ekki miskilja orðin mín um að þér sé bannað að líka ekki við gjörninga/Dadaisma/minimalisma eða hvað sem er…
Ég er bara að benda þér á að þetta er list þrátt fyrir að við skiljum ekki pælinguna við þessi listform eða þú fílir þau ekki. Það er tildæmis mikið af nútímatónlist sem ég skil ekki í dag. En ég veit samt að það sé tónlist.