Byggingarlist: Seagram byggingin í New York Seagram byggingin
Þetta hófst allt saman þeagar Seagram samsteypan ákvað á fundi að láta byggja skýjakljúf fyrir fyrirtækið. Forseti fyrirtækisins, Bronfman, fékk það verkefni í hendur að finna rétta arkítektinn til að hanna bygginguna. Seagram samsteypan vildi, að sjálfsögðu, að hin nýja bygging hennar yrði glæsileg, nýtískuleg og jafnvel framandi í hönnun, svo hún næði örugglega athygli fólks og væri þar með ein risastór og áhrifarík auglýsing. Bronfman leitaði ráða hjá dóttur sinni, sem sjálf var arkítekt og þekkti til verka ýmissa kollega sinna. Hún benti síðan föður sínum á arkítekt að nafni Mies van der Rohe, sem henni þótti líklegastur til að hanna fallegasta skýjakljúfinn. Til að sannfæra föður sinn um að Mies var sá rétti í verkið, benti hún honum á eitt af verkum Mies, Lake Shore Drive íbúðarhúsið í Chicago og það dugði til þess að Bronfmann sló til. Mies hófst strax handa við teikningar af byggingunni með lærling sinn, Philip Johnson (sem teiknaði glerhúsið), sér við hlið. Teikningarnar voru tilbúnar sama ár, eða árið 1954. Eitthvað dróst að fá þær samþykktar, en það gekk loks eftir árið 1955 og framkvæmdir hófust þegar í stað. Bronfman vildi hafa bygginguna hlýlegri en Lake Shore Drive íbúðarhúsið og valdi því þemalitina viskýbrúnann og brons. Phillip valdi byggingarefnið og valdi vel… Og dýrt, því kostnaður við bygginguna nam um 36 milljónum bandaríkjadollara, þá um 131.280.000 kr. Íslenskar, en það samsvarar um 33 milljörðum króna eins og við þekkjum þær í dag!! (Þess má síðan geta að Perlan þótti mjög dýr, en hún kostaði þrjá milljarða króna). Þessar tölur sýna því fram á að Seagram skýjakljúfurinn er dýrastur sinnar tegundar í heiminum miðað við stærð og heldur hann þeim titli enn þann dag í dag. Byggingin stendur á 38 hæðum og teygir sig rúma 160 metra í loft upp. Verklok urðu árið 1958 og var byggingin opinberlega tekin til notgunar þann 22. maí sama ár. Fyrir utan bygginguna hafði Mies látið gera lítið torg með tveimur gosbrunnum og stórum og fallegum trjám. Þetta hafði ekki sést áður og áttu margir arkítektar eftir að fylgja í spor Mies í þessum málum. Glöggir menn (og gönguþreyttir New York búar) tóku eftir því að hvergi var hægt að sitjast niður á torginu, en það var einmitt ætlun Mies. Hann lét meira að segja barmafylla gosbrunnana tvo svo að ekki var hægt að setjast á bakka þeirra án þess að blotna á rassinum. Hvers vegna gerði Mies þetta? –Talið er að honum hafi þótt sitjandi fólk skemma heildarmyndina sem maður átti að sjá af torginu, en ég tel persónulega að þetta hafi verið úthugsað brað til þess að losna við dúfnaunnendur og sóðaskapinn sem þeim fylgir. Einnig ruddi Mies aðra braut á sviði skýjakljúfa, en Seagram byggingin varð fyrsti skýjakljúfurinn sem hafði glugga sem spönnuðu alla leið frá gólfi og upp í loft. Nú orðið sjást varla skýjakljúfar án þessarrar tilteknu gluggahönnunar sama í hvaða heimshorn er litið. Á milli glugganna, að utanverðu, lét Mies festa lágrétta bronsborða sem, auk þess að fegra bygginguna, lögðu áherslu á hæð hennar. Furðulegt þótti að ein hlið Seagram byggingarinnar var með öllu gluggalaus, þetta var bakhliðin og þar vildi Mies hafa liftukerfið, þannig að guggar á þeirri hliðinni voru með öllu óþarfir. Eins og áður var nefnt var kostnaðurinn við bygginguna gríðarlegur og þurfti Seagram samsteypan að borga himinnháa skatta af þessu öllu saman. Sökum þessa neyddist fyrirtækið til þess að flytja burt yfir helming starfsmanna sinna til þess að skera niður rekstrarkostnað. Með hliðsjón af Seagram byggingunni og kostnaðinum við byggingu og hönnun hennar má segja að enska máltækið “You get what you pay for” séu orð að sönnu, því að þessi bygging er ein sú fegursta sem reist hefur verið á jörðu.


Hér eru svo hlekkir á myndir af fólki og byggingum sem nefndar voru:

Portrett af Mies van der Rohe
Mies van der Rohe - Seagram byggingin
Nærmynd af Seagram byggingunni
Önnur nærmynd
Mies van der Rohe - Lake Shore Drive

Philip Johnson, lærlingur Mies
Philip Johnson - Glerhusið (ekki fara í hafnarbolta í garðinum!)