Ítalinn Giuseppe Pallanti segist í nýrri bók geta sannað hver hafi verið fyrirmynd Mónu Lísu, En bros hennar hefur vakið áhuga listunnenda alla tíð frá því að da Vinci málaði mynd hennar fyrir fimmhundruð árum.
Heldur Pallatini því fram í bókinni “Monna Lisa,Muler Ingeuna” eða Móna Lísa, raunveruleg kona, að söguleg gögn sýni að fyrirsætan hafi verið Lisa Gherardini sem fæddist í Flórens í maí 1479.
“Ég notaðist eingöngu við gögn úr skjalasöfnum” sagði Pallanti við AFP. “þetta er ekki skáldverk” bætti hann við en í nýlegri metsölubók Da Vinci-lyklinum,er gefið í skyn að Da Vinci hafi í reynd verið að mála sjálfan sig þegar hann setti Mónu Lísu á striga. En önnur kenning er sú að hin fagra Móna Lísa hafði aldrei verið til-nema í huga listamannsins.
Pallanti segir ransóknir sínar sína að um raunverulega manneskju hafi verið að ræða,sem árið 1495 giftist auðugum verslunarmanni, Francesco del Giocondo.
Telur hann Lisu hafa verið um það bil 24 ára gamla þegar da Vinci gerði hana að fyrirsætu sinni.
Það var Giorgio Vasari, sem á sextándu öld skrifaði æfisögu da Vincis,sem fyrstur manna hélt því fram að Lisa Gherardini hefði verið fyrirmynd Mónu Lísu. Ekki hafa þó allir verið sammála um þá kenningu, m.a. vegan þess að da Vinci gaf hvergi til kynna hver fyrirmyndin hafði verið.
Pallanti hefur hinsvegar nú fundið skjöl sem sanna að fjölskylda da Vincis hafi tengst Giocondos böndum. Hannrekur m.a. í bók sinni að da Vinci hafi búið í þorpinuSantissima Annunciata á árunum 1501-1503 en Lisa hafiþar oft beðist fyrir í kapellu sem þar var í eigu fjölskyldu bónda henanr. Þá hafði del Gioncondo verið meðal viðskiptavina föður da Vincis í Flórens.
Loks tekst Pallanti í bók sinni að sína fram á, að því er fram kemur í Daily Telegraph, að Pasari hafi verið kunnugur Giocondo-fjölskyldunni og sé því trúverðugur heimildarmaður um það að Lisa Gherardini hafi verið fyrirsæta da Vincis þegar hann málaði þetta meistara verk.
ég vona að þessi grein hjálpi aðeins við að halda áhugamálinu gangandi….bætir kannski um nokkrar flettingar ;)
I wanna see you SMILE!