List hefur haft mjög mikil áhrif á menningu Íslands. En hvar lærir ungakynslóðin um listir? Í skólanum? Nei. Í sjónvarpinu? Tæplega. Áhugi barna og unglinga á fræðsluefni um listamenn eru ekki ofarlega á vinsældarlistanum. Vandamálið er að íslensk ungmenni læra ekkert um list og sögu hennar. Hvorki í sögu skólans, né í svokallaðri myndmennt. Í sögu er einungis talað um leiðinlega stjórnmálamenn sem voru uppfullir af allskonar kynsjúkdómum, segjandi eina fræga setningu á lífsleiðinni. Ekki þykir það skemmtilegt og ekki bætir úr að textinn er leiðinlegur og algjörlega laus við húmor og hluti eitthvað sem gætu hugsanlega þótt vera skemmtilegir.
Nei, það er ekkert kennsla um listir í grunnskólum Íslands. Kannski er það út af skorti á fé? Nei, varla. Menntamálaráðuneytið hefur efni á því að láta semja fjöldan allan af bókum um íslenska stjórnmálamenn, heimastjórnartímabilið og landnám Íslands. Ekki er það nú meira sem við lærum í sögu og ekki finnst krökkum skemmtilegt að læra um hvern einasta dag síðan normenn námu land. Ekki er það nú erfitt.
Ég er viss um að flestir krakkar í 8.-9. bekk geta kannski nefnt einn listamann frá Íslandi. Erró. Enda prýðir listaverk eftir þann mann heilan vegg í kringlunni. Ef um erlendan listamann væri að ræða mundi Leonardo da Vinci líklega oftast vera nefndur. Þeir sem eru betur settir segðu kannski Edward Munch eða Botticelli. Þetta er það sem krakkar vita í dag. Krakkar vita ekkert um Vermeer eða Piccasso. Hvað með Bernini? Monet? Van Gogh? Nei, varla.
Nú spyr ég: Á að breyta þessu eða á menning íslands algjörlega vera “stumm” þegar að kemur listasögu?