Jæja hérna koma svo svörin sem ég lofaði.
Því miður var engin þáttaka í henni þannig að hún verður ekki endurtekin í bráð nema fólk lýsi áhuga yfir því.
Njótið vel….
1. Hvaða ár var listasafn Íslands stofnað?
Svar: 1884
2. Hver er talin brautryðjandi íslenskrar listar og varð fyrstur íslenskra málara til að gera myndlistina að aðalstarfi?
Svar: Ásgrímur Jónsson
3. Hver er megináhersla Listasafn Íslands?
Svar: Það leggur megináherslu á 19. og 20. aldar list, íslenska og erlenda.
4. Nefndu þrjú dönsk listaverk sem Björn Bjarnason gaf listasafni Íslands við stofnun þess?
Svar: Joakim Skovgaard, Christian Blache og Peter Krøyer?
5. Nefndu að minnsta kosti 2 erlenda listamenn sem eiga verk sín á listasafni Íslands?
Svar: Pablo Picasso, Edvard Munch, Karel Appel, Hans Hartung, Victor Vasarely, Richard Serra og Richard Tuttle.
6. Hvenær er listamaðurinn Ásgrímur Jónsson fæddur og dáinn?
Svar: Hann var fæddur 4. mars 1876 og dó árið 1958
7. Hver stofnaði listasafn Íslands?
Svar: Það var stofnað af Birni Bjarnasyni
8. Hvað var helsta viðfangsefni listmálarans Ásgríms Jónssonar og að hverju lagði hann grunninn með því?
Svar: Íslensk náttúra var frá upphafi aðalviðfangsefni Ásgríms og með starfi sínu lagði hann grunninn að íslenskri landslagslist.
9. Hvert var fyrsta verk listasafns Íslands og eftir hvern var það verk?
Svar: Fyrsta íslenska verkið sem safnið eignaðist var verkið Útlaginn eftir Einar Jónsson myndhöggvara árið 1902
10. Hver var safnstjóri listasafns Íslands árin 1950-87
Svar: Selma Jónsdóttir listfræðingur
11. Hvenær er listamaðurinn Erró fæddur og í hvaða bæ?
Svar: Hann er fæddur árið 1932 í bænum Ólafsvík
12. Hvert var annað verk listasafns Íslands og eftir hvern var það verk?
Svar: Annað verk listasafns Íslands var Áning eftir Þórarinn B. Þorláksson 1911.
13. Af hverjum dregur listaklúbburinn Selma nafn sitt af?
Svar: Listaklúbburinn dregur nafn sitt af Selmu Jónsdóttur listfræðingi (1917-87) sem var safnstjóri Listasafns Íslands 1950-87 og öflugur frumkvöðull í kynningu á myndlist hérlendis
14. Hver er Guðmundur Guðmundsson?
Svar: Erró
15. Hvert var fyrsta útilistaverk Reykjavíkur og hvaða ár var það sett upp?
Svar: Í tilefni af þjóðhátíð Íslendinga árið 1874 færði danska þjóðin Íslendingum að gjöf sjálfsmynd Bertels Thorvaldsen, sem var íslenskur í föðurætt. Myndin var sett upp á Austurvelli 1875, en hún var fyrsta útilistaverkið sem reist var í Reykjavík
16. Hvenær er listamaðurinn Jóhannes Sveinsson Kjarval fæddur?
Svar: 15. október 1885
17. Árið 1907 fékk Reykjavík sitt annað útilistaverk, eftir hvern er þetta verk og fyrir hvað stendur það?
Svar: Þar var ekki fyrr en 1907 sem næsta höggmynd var afhjúpuð í borginni (minnismerki Jónasar Hallgrímssonar skálds eftir Einar Jónsson myndhöggvara).
18. Hvar er Ásmundur Sveinsson fæddur?
Svar: Ásmundur Sveinsson var fæddur 20. maí 1893 að Kolsstöðum, Dalasýslu
19. Nýlistasafnið er ** ára?
Svar: Það er 26 ára, átti 25 ára afmæli árið 2003
20. Hvað ár tók Jóhannes Sveinsson nafnið Kjarval upp?
Svar: 1910
21. Hvenær er Listasafn ASÍ stofnað?
Svar: Það var stofnað árið 1961
22. ”Piltur og stúlka” heitir útilistaverkið sem stendur við Lækjargötu, hvaða listamaður gerði það verk?
Svar: Ásmundur Sveinsson
23. Hvaða ár hóf Kjarval nám í Konunglega Listaháskólanum í Kaupmannahöfn og hvenær lauk hann námi?
Svar: Byrjaði árið 1913 og brautskráðist 13 desember 1917
24. Hver er forstöðumaður listasafns ASÍ?
Svar: Það er Kristín G. Guðnadóttir listfræðingur
25. Hver opnaði listasýningu tveggja heimskunnra listamanna þeirra Francesco Clemente og Roni Horn þann 20. maí 2004?
Svar: Forsetafrúin Dorrit Moussaieff?
26. Hvenær voru Kjarvalsstaðir opnaðir?
Svar: Þann 24. mars 1973
27. Hver stofnaði listasafn ASÍ?
Svar: Safnið var stofnað árið 1961 þegar iðnrekandinn og bókaútgefandinn Ragnar Jónsson í Smára gaf Alþýðusambandinu listaverkasafn sitt.
28. Hvað heitir útilistaverk Nínu Sæmundsson sem Reykjavík fékk árið 1928?
Svar: Móðurást
29. Hvenær dó listamaðurinn Kjarval?
Svar: Hann lést þann 13. apríl 1972
30. Hvar er sýningarsalurinn Ásmundarsalur?
Svar: Hann er á listasafni ASÍ
31. Hvaða listamaður skar af sér eyrað og fyrirfór sér 35 ára gamall?
Svar: Van Gogh
32. Hvaða listamaður bjó til fræga listaverkið Ópið?
Svar: Edvard Munch
33. Hvaða ár var listaverkinu Ópið stolið?
Svar: 12. Febrúar 1994
34. Hvaða listamaður er fæddur 15. júlí 1606 og dáinn 4. október 1669?
Svar: Rembrandt Harmenszoon van Rijn
35. Hvaða listamaður málaði Viktoríu Englandsdrottningu?
Svar: Franz Xavier Winterhalter
36. Hvernig dó listamaðurinn Frédéric Bazille og hvaða ár?
Svar: Dó í Franco-Prussian War árið 1870
37. Hvaða ár er myndin “Peasant Girl Drinking her Coffee” máluð og á hvaða safni er hún í dag?
Svar: 1881 og er hún á The Art Institute of Chicago
38. Hjákona James Tissot hét…..? og dó árið…..?
Svar: Kathleen Newton og hún dó árið 1882
39. Hvar var sýningin “Portraits by Ingres: Image of an Epoch” haldin þann 5. október 1999 – 2. janúar 2000?
Svar: Metropolitan Museum
40. Hvaða stíl var Claude Monet þekktur fyrir?
Svar: Impressjónistar
41. Hver málaði “Portrait of Pierre-Auguste Renoir”
Svar: Frédéric Bazille, (1841-70).
42. Hver er Jean Renoir og hvað er hann þekktastur fyrir?
Svar: Sonur Pierre-Auguste Renoir og er hann þekktur fyrir að hafa skrifað líflega ævisögu föður síns
43. Hvað heitir þekktasta safn Frakklands og hvert er þeirra frægasta verk?
Svar: Louvre Safnið og Móna Lísa
44. Hvenær var sýningin “Portraits by Ingre: Image of an Epoch” haldin?
Svar: 5. október til 2. janúar
45. Hvaða ár fæddist listakonan Mary Cassat og hvaða ár dó hún?
Svar: 1844-1926
46. Móna Lísa er gerð eftir listamanninn….?
Svar: Leonardo Da Vinci
47. Málverkið “Mrs. Francis Brinley and Her Son Francis” eru eftir hvaða listamann?
Svar: John Smibert (1688–1751)
48. Hvaða ár er Michelangelo fæddur og hvaða ár dó hann?
Svar: 1475-1504
49. Michelangelo er þekktur fyrir styttuna…?
Svar: David
50. Hvert er eftirnafn Michelangelo?
Svar: Buonarroti
Kveðja,
Swandys8 stjórnandi hugi.is/myndlist