Fæðing Venusar er eitt þekktasta málverk Sandros Botticellis (1446-1510) sem var ein af hinum svokölluðu flórensku listamönnum. Málverkið lýsir heiðinni goðsögn af fæðingu Venusar, ástargyðju Rómverja og er málað með temperalitum á striga. Á myndinni sést að Venus hefur stigið upp úr hafinu á hörpudiski og vindarnir blása honum áfram og rósir falla af himnum ofan, en vestanvindurinn og Flóra birtast eins og englar til hægri við Venusi. Með Venus á myndinni er einnig gyða nokkur sem tekur á móti henni með föt fyrir hana að fara í.
Venusarmynd Botticellis þykir heildsteypt og talin betri en fyrri málverk af goðsögninni.
M.a. hefur verið gagnrýnt að manneskjurnar á myndinni væru ekki raunsæislegar. Málverkið er svo fallegt að við fyrstu sýn tekur fólk ekki eftir hlutum eins og að hálsinn á Venusi er óeðlilega langur, axlirnar eru hallandi og vinstri handleggurinn er óeðlilegur.
Goðsögnin um fæðingu Venusar var sumum menntamönnum “dultákn um upphaf guðdómlegrar fegurðar á jörðu” á þeim tíma sem myndin var máluð, sem var árið 1485.
Fæðing Venusar er eitt af mínum uppáhalds málverkum og ég vildi endilega vekja athygli á henni. Myndin grípur mann við fyrstu sýn og óreynd augu taka ekki eftir óeðlilegum hlutföllum í henni nema að skoða hana afar vel eða að hafa verið bent á þau.
Heimild: Saga listarinnar (1997) s. 263-264.
Karat