Hér fyrir neðan er ritgerð sem ég gerði fyrir skólann fyrr stuttu og vildi senda hana hérna inn og vita hvernig ykkur líst á hana ;)
Ritgerðin er um listastefnu sem heitir Popplistarstefna..ég gerði inngang og lokaorð í ritgerðinni svo það komi fram :D
Helstu listamenn stefnunar eru Richard Hamilton, Roy Lichtenstein og Andy Warhol. Ég útskýri hvað popplistastefna er, myndefni hennar og tækni. Einnig geri ég grein fyrir þekktasta listamann stefnunnar.
Popplist er listastefna sem kom fram í Bandaríkjunum á árunum 1950 - 1960. Á sama hátt og byrjað var að kalla vinsæla tónlist popptónlist og þá var vinsæl myndlist kölluð popplist.
Ástæðan fyrir því að stefnan kallaðist popplist var sú að í henni birtist myndmál auglýsinga og alþýðumenningar nútímans. Það þýðir að listamenn notuðu í listinni það sem var vinsælt hverju sinni.
Það gat verið fengið úr svo ólíkum þáttum sem teiknimyndasögum, ljósmyndum, lífi stórstjarna, gosdósum og hamborgurum. Myndefnið er tekið úr því samhengi sem það er vanarlega í og endurskapað í óvenjulegu umhverfi.
Enski listamaðurinn Richard Hamilton notaði úrklippur úr dagblöðum og tímaritum í verksýn. Bandaríkjamaðurinn Roy Lichtenstein nýtti sér myndmál teiknimyndasagna í risastór olíumálverksýn.
Einn af þekktustu popplistamönnunum er bandaríski listamaðurinn Andy Warhol. Hann fæddist í Fíladelfíu í Bandaríkjunum árið 1928. Hann hóf starfsferil sinn sem auglýsingateiknari en vann einnig við gluggaútstillingar og sem kvikmyndaleikstjóri.
Warhol notaði ljósmyndir af þekktum hlutum eða fólki í list sinni. Tæknin sem hann notaði er kölluð silkiprentun. Þessi tækni byggist á að þrýsta litum í gegnum fínt silkinet sem er strekkt á tréramma. Með einum ramma er hægt að prenta margar myndir sem allar verða eins. Hægt er að breyta litum myndarinnar.
Hin þekkta leikkona Marilyn Monroe er örugglega frægasta myndefni Warhols. Þessa mynd bjó hann til í tíu mismunandi litasamsetningum. Segja má að Warhol noti myndmál auglýsinganna í listaverkum sínum.
Myndin hans líkjast auglýsingaplakötum fremur en því sem við tengjum oftast við list. Það verður því samhengið en ekki útlitið sem sker úr um hvort eitthvað helst vera list eða ekki.
Mér finnst tæknin svolítið skemmtileg. Sérstaklega myndmálið, hvernig þeir notuðu listina, hvernig þeir notuðu myndefnið tóku það úr sínu venjulega umhverfi og endursköpuðu það í óvenjulegt umhverfi eins og til dæmis ljósmyndir, gosdósir og fleira.
takk takk ;)
kv.madda ;)