Sko ég ætla að segja mína litlu sögu hér:
það vill þannig til að ég hef mjög gaman af því að teikna og mála, aðalega teikna og geri svolítið af því hér heima. Svo er það skólinn, þar var ég í myndmennt fyrir áramót. En eina vandamálið var kennarinn! Eitt sinn var ég búin að vanda mig mjög mikið við að teikna fallega landslagsmynd, mynd sem átti bara að vera teiknuð með blýanti og í svart hvítu. En ég er enginn snillingur og vantaði hjálp með skuggana. Hvað gerir maður þá? Maður kallar á kennarann, gerði ég það. Hann kemur þarna, lítur á myndina og ég bendi honum á hvað ég vil breyta og þannig og að mig vanti hjálp með skuggana. Hann jáar eikkað, teygir sig svo í næstu pastel-liti og áður en ég veit af er hann búinn að lita eitt af trjánum í sterkum litum, til að sýna mér hvað ég gæti gert ef ég vildi. Ég bara hugsaði bara, HALLÓ!!! Þú ert búinn að lita á mitt blaðið í sterkum litum til að SÝNA mér!! Það leiddi til þess að í næsta tíma á eftir var ég enn reið og sár útí hann og þá kom hann með kjaftshögg á okkur öll. Við áttum að mála fríhendis, bannað að nota blýant, fugl eftir uppstoppuðum líkömum sem voru þarna. Ég bara NO WAY! Náði mér í málningu og málaði eitthvað sem gat líkts fuglsbúk og haus…goggurinn mistókst. Svo náði ég í rauða málningu og næstum hellti yfir myndina. Svo fór hún ásamt hinum myndunum í búnkann…kom svo að því að gefa einkunn! Um leið og hann tók þá mynd upp fattaði ég og bara NEI!!! En hvað gerir karlinn, hann gefur mér 8,0 fyrir myndina og segir “að myndin sé mjög sérstök og beri vott um” ég man ekki hvað!
Þetta er kennari sem enginn sem hefur gaman af að teikna ætti að lenda á!!!