Ég vildi bara segja að ég er soldið ósátt með sumar skoðanir hjá fólki gagnvart málverkum. Ég er ekki að tala um fólkið hér á huga heldur fólk almennt. Mér finnst stundum eins og það viti bara ekkert hvað er flott málverk og hvað ekki og segir þá bara sama og einhver annar eða myndir geta ekki verið flottar nema að einhver frægur hafi málað myndirnar. Ég veit ekki hvort að þið hafið tekið eftir þessu en ég vænti einhverra skoðana hérna gagnvart þessu.
Mamma og pabbi fengu gesti til sín sem voru frá Danmörku og þau gáfu þeim lítið málverk sem var sko bara sona blað með málingaslettum í ramma. Þau voru rosalega stolt af þessu og sú sem að gerði þetta var rosalega vinsæl þarna í Danmörku. Ég vissi bara ekki hvernig ég átti að vera en persónulega finnst mér fólk sem að málar mynd sem er kannski bara rauð og svo smá gult hérna í hornið og kallar það “Vor” þá gæti ég alveg eins verið góð myndlistarkona!
Svo var líka einu sinni myndilstarkeppni þar sem maður átti að senda myndirnar og ein maður prufaði að senda mynd eftir 3 ára son sinn sem var bara einhver málingarklessa og hann vann!!
Jæja hvernig finnst ykkur??