[:;:;:]
Ketilhúsið
Ketilhúsið hefur gegnt mörgum margvíslegum hlutverkum í gegnum tíðina, en lengst af var það, eins og nafnið gefur til kynna, ketilhús KEA. Þar var olíukyndi- stöð sem framleiddi gufu til notkunar til upphitunar og verksmiðjureksturs á húsum félagsins við gilið. Þessi starfsemi Ketilhússins var lögð niður á níunda áratugnum, þegar framleiðslufyrirtækin voru flutt úr gilinu. Mjólkursamlagið nýtti aðstöðu í kjallara Ketilhússins til framleiðslu á mysuosti o. fl. þar til þessi framleiðsla var flutt í Mjólkursamlagið við Súluveg um 1982. Þá var starfsemi Þvottahússins Mjallar flutt í kjallarann og var það starfrækt þar, þangað til Akureyrarbær tók við húsnæðinu. Eftir að KEA flutti starfsemi sína úr Grófargili festi Akureyrarbær kaup á húsum félagsins. Árið 1992 var undirrritaður samningur á milli Akureyrarbæjar og Gilfélagsins um rekstur menningarmiðstöðvar í Listagilinu. Undanfarin ár hafa staðið yfir miklar endurbætur á Ketilhúsinu og eru þær núna að skila sér í glæsilegum salarkynnum sem nýta má undir ýmsa starfsemi. Ketilhúsið er leigt út til ýmissar starfsemi. Salurinn býður upp á marga möguleika þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja. Hægt er að leigja allt húsið eða einungis hluta þess. Allar frekari upplýsingar um leigu á Ketilhúsinu er hægt að nálgast á skrifstofu Gilfélagsins á almennum skrifstofutíma. Sími skrifstofunnar í Deiglu er 461-2609 en síminn á skrifstofunni í Ketilhúsinu er 466-2609. Einnig er hægt að hafa samband í tölvupósti en netfangið er listagil@listagil.is