Ef að þið viljið verða góðir myndlistarmenn með mjög góð málverk þá skiftir miklu máli að þú hafir réttu tólin til þess að gera listarverk.
Þegar að þú ert að fara að mála með olíulitum þá er ekki hægt að nota hvaða pensla sem er, hentugt er að nota pensla með stífum hárum til þess að geta dreift úr óþinntum litum með góðu móti, penslar sem eru góðir til þess eru t.d:
Flatir svínhárapenslar (No. 5483, 5485 og 5491),
En stundum eru litinnir mjög þynntir og máluð eru gegnsæ lög, þá er oftast betra að nota míkri pensla; (Flatur nautshárapensill No. 5475, Flatur nælonpensill(Taklon) No. 5458)
en Þegar að litum er hlaðið upp eru oft notaðir spaðar til þess að bera litinn á strigann og sumir nota spaða hreinlega í stað pensla.
Þegar að málað er með óþynntum Lukascryl-Pasto þá myndi ég mæla með stífum penslum t.d sá sem að ég nefndi áðan (flötum svínhárspensli) eða þú getur bara notað spaða.
Ef þeir eru þynntir út eða málað með Lukascryl-Liquid eða Studio-Acryl er mælt með mýkri penslum, t.d
Flötum nælonpenslum, (No. 5458), Nælonpenill (Taklon) (No. 5454), Flatur marðarhárspensill (No. 5457), Flatur nautshárapensill (No. 5475)
Þegar að þú ert að mála með vatslitum þá er lang best að nota mjúka stóra pensla. s.s:
Rúnnaður marðarhárspensill (No. 5449)
Rúnnaður nælonpensill(Taklon) (No. 5442)
Rúnnaður íkornahárapensill (No. 5469)
Munið síðan að þrífa ALLTAF penslana eftir notkun, þá haldast þeir heilir.
Hörðustu penslanir eru þrífðir með: BRUSH CLEANER.
Þessar vörur fást allar í flest öllum föndurbúðum.
vona að þetta hafi komið að gagni fyrir ykkur:
**Peli**