Fyrst vil ég bara segaj til hamingju með myndlistaráhugamálið og ég vona innilega að við getum haft skemmtilegar umræður og fleira í framtíðinni hér:D

LISTAMENN

Ég hef oft velt fyrir mér hvað listamenn flokkast undir…..

Í dag þarf maður liggur við að vera með BA-gráðu(eða eitthvað álíka) í listum til að vera talin alvöru listamaður.

En þarf maður í rauninni að fara í skóla til að verða listamaður/kona?

Það finnst mér ekki. Og af hverju ekki? Því að fólk lítur misjafnlega á list, það sem að mér finnst list getur öðrum fundist vera algjört rusl, þannig að hver hefur þá leyfi til að mennta þessa “listamenn” og segja að svona eigi listin akkurat að vera!

Man eftir því að móðir mín fór í einskonar listanám og fór þar með nokkur af sínum málverkum og sýndi kennaranum.

Kennarinn sagði reyndar aldrei að þetta væri ekki list en benti samt á marga hluti(nokkra hluti) sem henni fannst ekki passa/hæfa verkunum.

Ég veit ekki alveg hvort að ég geti sýnt fram á hvað ég er að meina en það sem ég er að reyna að segja, er að mér finnst ekki að fólk eigi að þurfa að mennta sig til að verða listamenn.

Mér finnst ekki að fólk eigi frekar að geta selt myndir því að það er menntað, fólk á að geta selt sína list af því að öðrum líkar hún.

Jæja ég vona að ég hafi getað skýrt mál mitt aðeins og langar mjög að vita hver ykkar skoðun er á þessu.