Copy paste af síðunni þeirra
Hin árlega risa-útsala Nexus hefst eins og alltaf fyrsta virka daginn í júlí og í ár er það hinn 1. júlí.
Einu sinni á ári leggur Nexus allt kapp á að losna við þær vörur sem of mikið er til af.
Það hefur alltaf verið hægt að gera gríðarlega góð kaup en aldrei eins
og nú þar sem verið er að lækka flestar vörur frá verðum síðan fyrir gengisfall.
Svo er aldrei að vita hvaða gersemar finnast við fornleifaleit um myrkustu skúmaskot Nexus-dýflissanna.
Rykinu er dustað af þeim vörum sem lifðu af síðustu útsölu (og eru búnar að vera í kössum síðan) og þær eru lækkaðar enn frekar
(nema að þær séu núna orðnir safngripir og þá hækkaðar!).
Útsalan nær yfir alla aðalflokka Nexus: Vestænar myndasögur, manga, skáldsögur, leikföng, borðspil, Warhammer, safnkortaspil,
hlutverkaspil, DVD sjónvarpsþætti, DVD bíómyndir, DVD teiknimyndir, DVD Anime og ýmislegt fleira.
Nexus verkur sérlega athygli á góðu leikfangaúrvali á útsölunni, þ.á.m. Transformer, Pet Shop, Spider-Man og star Wars leikföngum.
Útsalan byrjar miðvikudaginn 1. júlí kl. 12:00 og endar föstudaginn 10. júlí kl. 19:30.
Eins og venjulega borgar sig að mæta snemma til að ná bestu bitunum!
Fyrstu fjóra dagana verður bílastæðavörður á bílaplani Nexus til að tryggja að sem mest verði af lausum bílastæðum og hrekja burt alla sem ætla bara að fá sér tattú!
Sérlegar útsölustjörnur eru:
Gríðarlegt magn Transformers leikfanga, bæði úr fyrstu myndinni og teiknimyndunum.
Það er að koma ný mynd 24. júní og það þarf að búa til pláss fyrir nýju leikföngin úr henni sem eru á leiðinni.
Þetta eru allt vörur sem keyptar voru á gamla genginu og eru því á afslætti frá verðum sem ekki er hægt að bjóða upp á í dag.
Þetta eru ekki neinar afgangsfígúrur, heldur allar helstu hetjurnar!
Einnig mikið magn Littlest Pet Shop dýra og fylgihluta. Líka Spiderman 3 fígúrur, Indiana Jones fígúrur, Speed Racer fígúrur,
tilboð á eldri Star Wars fígúrum og margt fleira í leikföngunum.