Fréttatilkynning - Blek Hasarblaðið Blek kemur nú í sumar út í áttunda sinn á jafn mörgum árum. Þetta er blað sem rekið er af áhugafólki um myndasögugerð og inniheldur stóran hluta af þeirri víðáttumiklu flóru myndasagna sem unnin er á Íslandi í dag. Um næstu helgi, 3. - 4. mai, kemur út viðhafnarútgáfa á öllum fyrri blöðunum sjö en búið er að binda þau saman inn í eina þykka stóra bók. Höfundar eru fjölmargir, þar á meðal nokkrir þjóðþekktir einstaklingar. Í blöðunum er bæði að finna sögur eftir karla og konur, byrjendur jafnt sem og lengra komna. Áhugasamir geta nálgast eintök í Nexus á Hverfisgötu eða haft samband við umsjónarmenn blaðsins á netfangið: blek@reykjavik.com og fengið nánari upplýsingar.