Það má sanni segja að the Amazin Spiderman titillinn hafi tekið stakka skiptum eftir tilkomu hans. May frænka fékk loksins að vita sannleikann, kraftar Péturs eru ekkert endilega geislavirkir og óvinir hans Péturs gamla eru ekki einungis fornir fjendur sem eru í þessu einungis peninganna vegna, heldur eru þeir það forneskjulegir að þeir líta köngulóarmanninn sem bæði íþrótt og fæða til að seðja hungir þeirra.
Straczynski hefur ekki einungis haldið sig við veggjamanninn heldur hefur hann einnig skrifað Midnight Nations, sem hann kláraði fyrir um það bil hálfu ári, og einnig Rising Stars sem kemur út með þó óreglulegu milli bili.
Midnight Nations er að mörgu leyti lítil kvikmynd í myndasöguformi. Erfitt er að lýsa þessari seríu en að mínu mati hefur hún ákveðið hjarta sem fáir myndasöguhöfundar ná að framkalla. Persónurnar eru venjulegar persónur sem gera mistök alveg eins og við í okkar eigin lífi. Það sem er hvað merkilegast í þessari sögu er að Straczynski beinir sjónum sínum að þeim sem gleymast og detta niður um rifur dagslegs veruleika. Ef fólk leyfir sér, þá mun sagan grípa um hjarta manns og kreista. Serían sjálf er er einungis 12 blöð um stutt er síðan að Nexus fékk trade-ið í verslanir sínar.
Rising Stars er ofurhetjusaga, saga fólks sem eru kannski í raun Mutants eins og börn Charles Xavier, eini munurinn er sá að enginn Xavier er til handa þeim, þó ein persónan kemst hvað næst því. Eins og með Midnight Nation, þá eru það persónurnar sem koma hvað mest fram. Við sjáum brostna drauma og hvernig svona fólk lendir undir í okkar daglega lífi. Ekki eru allir það máttugir að þeir geta lifað á því einu saman. Enn er verið að gefa út þessa seríu og ef mig minnir rétt þá verður hún í kringum 24 blöð. Þegar eru komin 3 trade, sem safna saman fyrstu blöðunum auk ákveðnum special issues. Þetta er ein sería sem enginn má láta fram hjá sér fara.
Eitt er víst að þessi maður hefur vakið aðdáun fólks fyrir skrif sín. Til gamans má geta að hann skrifaði einnig nokkra He-Man þætti í denn ásamt mörgum öðrum seríum.
[------------------------------------]