Cerebus Fáir hafa orðið varir við gráa, smávaxna jarðsvínið sem gengur undir nafninu Cerebus. Sagan er skrifuð og teiknuð af David Sim.

Cerebus serían er epík í orðsins fyllstu merkingu. Hún inniheldur pólítík, drama og húmor auk talsverðu ofbeldi. Litla gráa jarðsvínið sem lifir í manna heimi er án efa mikil andstæða við mannverurnar í kringum sig og oft hugsar maður hvað David hafi verið að hugsa er hann skrifaði þessar sögur. Komnar eru heil 14 bindi sem hverjar eru um 500 blaðsíður hver. David Sim byrjaði fyrst 1977 að skrifa söguna eða frekar sögurnar, þar sem serían skiptist í nokkra ákveðna kafla, hver með sína sögu.

Cerebus er fræg varðandi þess að serían er enn í eign höfundarins. Til gamans má geta að Cerebus var með smá cameo appearance í fyrstu Spawn blöðunum(sem því miður var ekki endurprentuð þar sem David Sim sá að Todd McFairlane varð enn einn peningaplokkarinn).

Fyrir þá sem hafa lesið all mikið af teiknimyndablöðum auk klassískra bókmennta munu sjá fólk úr þeim sögum sem höfunda þeirra. Charles Xavier, Oscar Wilde, Captain America, Margaret Thatcher auk fleiri koma fram í hlutverkum sem hæfa þeim hvað best. Ekki þekkjast þau alltaf en eftir smá lestur sér maður þeirra sanna andlit.

Fyrir þá sem eru fyrir fantasíu sögur, sem innihalda aðeins meira af gráu efni en næsta Superman blað, þá mæli ég eindregið með að fólk panti sér fyrstu bókina og smakka vöruna.
[------------------------------------]