Risa-Syrpa slær í gegn!
Fyrsta Risa-Syrpan, sem kom út nú í júní, hefur fengið frábærar viðtökur og fór í fyrstu viku beint í toppsæti metsölulista Eymundsson. Risa-Syrpa er hvorki meira né minna en 448 blaðsíður, eða rúmum 200 síðum stærri en venjuleg Syrpa og því algjör himnasending fyrir alla aðdáendur Andrésar Andar og félaga. Edda útgáfa stefnir að því að gefa út 2-3 Risa-Syrpur á ári.