Ef þú hefur virkilegan áhuga og ert sama þó að tæknilega séð eru fyrstu leikirnir “fyrir Krist” í samanburði við leiki nútímans þá byrjar þú náttúrlega á fysta leiknum “The Secret of Monkey Island” en hann er held ég eingöngu fáanlegur á netinu og á Ebay og þú þarft Scumm forritið (sérstakt forrit fyrir gamla leiki) til að spila hann.
Annars þá eru fjórir leikir í seríunni þ.e. “The Secret of Monkey Island”, “Monkey Island 2: LeChuck's Revenge”, “The Curse of Monkey Island” og “Escape from Monkey Island”.
Síðustu tveir leikirnir eru tiltölulega nýir og eru seldir sem partur af “Lucasarts Classic's” í flestum búðum sem selja tölvuleiki.
En jæja ég held nú að ég hafi sagt flest sem hægt er að segja um Monkey Island á Myndasöguáhugamálinu en stofnaðu endilega þráð á tölvuleikjaáhugamálinu þar sem þú getur fengið fleiri og jafnvel betri svör.