Núna er Jim Lee kominn aftur í gír og byrjar með því að teikna Batman sem Jeph Loeb skrifar. Keypti blaðið seinasta föstudag aðallega út af því að Pétur sagði góðar sögur af því, auk þess langaði mig að gefa Jim Lee annan séns eftir ófögnuðinn EverQuest. Eins og venjulega þá eru teikningar Jim Lee afskaplega vel gerðar og Batman er með harðar línur og kjálka sem virðist vera óbrjótanlegur.

Sagan sjálf í fyrsta blaðinu er algjör micro saga/intro. Áður en ég vissi af þá var ég búinn með blaðið og lítið gerðist í því. Endirinn átti að vera einhver cliffhanger, en þar sem ég er ekki beint mikill Batman lestrarhestur var ég ekki alveg að skilja hvað er svona merkilegt við endinn ef eitthvað er.

Ef ég ætti að finna ástæðu fyrir að mæla með blaðinu þá yrði það eflaust út af artworkinu. Jim Lee fannst þetta mikil þraut að koma sér aftur í að teikna reglulega og leit á þetta sem challenge, auk þess skoruðu margir aðrir á hann til að reyna við þetta. Þeir sem eru harðir Batman menn ná kannski eitthvað meira úr þessu blaði og ég bið þá endilega um að segja sitt álit.<br><br>
<a href="http://www.svanur.com“><img src=”http://www.simnet.is/hangar/svanursig.jpg"></a
[------------------------------------]