Takk fyrir…..hrósið og upplýsingarnar :-)
Ég var fyrst að vesenast með pensil en gafst upp á því fyrir rest þar sem (náði þó ágætis tökum á penslinum). Núna held ég mig alfarið við penna. Ég nota nokkrar stærðir þegar ég teikna frá 0,1-0,7 og svo líka þessa Calligraphy penna 0,1 og 0,2
Þá er hægt að ná svipuðum áferðum og með pensil án þess að vera að sulla í bleki út í eitt, þetta er bara leti í mér, he he!
Til að ná góðum tökum á þessu er bara að teikna og teikna og teikna og teikna……og þá kemur þetta :-)
Ég vinn við að teikna myndskreytingar og myndasögur svo ég ætti að vera sæmilega æfður ;-)
Ég veit ekki einu sinni hvað PHP er svo þar stoppar það fyrir mér ;-) En ég geri ráð fyrir því að það sé sama dæmi og keyrir Huga? Ég kannski spái í þessu einhverntíman þegar ég set upp “alvöru” heimasíðu :-)
Ég bý annars í Arnhem í Hollandi og hef verið hér í fimm ár en er akkúrat að pakka saman þessa dagana því ég flyt heim fyrir áramót!
Bæ í bili,
Ingi
www.facebook.com/teikningi