Hæ hæ,
ekki málið. Hér er hlekkur yfir á spes rpg síðu þar sem hlekkir teiknara eru:
http://www.rpggateway.com/Fantasy_Artwork/Character_Portraits/Mikill fjöldi annarra er að gera þetta líka þótt þeir séu ekki á listanum. Stíllinn er mjög margbreytilegur en yfirleitt fer þetta fram á svipaðan hátt, þe vinnubrögðin.
Listamaðurinn fær lýsingu frá viðsk.vin um helstu atriði sem hann vill að komi fram á myndinni og lykilorð um skapgerð og persónuleika.
Listamaður gerir svo skyssu/skyssur, skannar inn og sendir annað hvort beint á viðskvin eða setur á svæði á síðunni. Þannig heldur hann áfram og skannar svona 3-5 sinnum inn. Viðsk. fylgist þannig með vinnunni og kemur með leiðbeiningar/athugasemir.
Portrettin eru svo annað hvort send rafrænt (ef þetta er tölvumynd) eða send með pósti ef þetta er á blaði.
Listamaður heldur höfundarrétti og áskilur sér rétt til að nota verkið í möppu sinni og sýna.
Held að margir hefðu á því áhuga á að fá myndir af karakterunum sínum. Ég gæti komið þeim sem hefðu á þessu áhuga á framfæri í Nexus td.
Reyndar held ég að þið sem eruð skráð hér á Myndasögum farið þangað reglulega!
Kveðja,
Sigrún