Sælt veri fólkið, ég var að pæla í því hvort einhver nennti að benda mér á góða anatomy bækur, málið er að ég er búinn að vera að vinna í því að verða betri að teikna og get núna gert ágætishluti en það eru hlutir sem mig vantar ennþá:

Líkamsbygging
Nema að ég sé með bók fyrir framan mig með “pósunni” sem ég ætla að teikna, þá verður oft karakterinn úr samhengi.

Að teikna mynd aftur.
Ég er ágætur í því að búa til karaktera en á mjög erfitt með að teikna sama karakterinn aftur án þess að fokka honum upp.

Ef einhver veit um einhverjar bækur, eða tól sem gætu hjálpað mér væri það vel þegið.

:)
hilsen,
sup<br><br>_____________________________
“It´s better to be pissed off than to be pissed on …”
_____________________________