Góðan daginn
Ég er að skrifa litla sögu um 9 ára patta sem hrífst mjög af ofurhetjum en mig vantar upplýsingar um hvað nokkrar af hetjunum hans heita á íslensku.
Vitið þið hvort einhversstaðar á netinu sé hægt að finna lista yfir ofurhetjurnar sem hafa verið þýddar á íslensku?
Ef ég googla ofurhetjur þá finn ég bara bloggsíðu einhverrar íslenskrar fjölskyldu í noregi og hinar og þessar greinar um fólk sem voru algerar ofurhetjur að mæta hér og þar í snjókomu og rigningu… ekki alveg það sem mig vantaði.
Ég þekki auðvitað nöfnin á þessum helstu Súperman (sem ég neita að þýða sem Ofurmennið), Leðurblökumaðurinn, Kóngulóarmaðurinn osfrv. En hvernig er með t.d. eins og Green Arrow, Flash og Aquaman? Hafa þeir fengið íslensk nöfn?
Með kærri kveðju og von um að einhver geti hjálpað mér
Tzipporah