Haha Hulk vs. Wolvie er nú ekki það slæm, en mætti vera mun betri.
Avengers myndin er bara raun meira kid-friendly útgáfa af Ultimates. Svo eru smávægilegar breytingar á t.d. Hulk sem er grænn en ekki grár eins og hann er vanalega í ultimate heiminum. Mér hálfleiddist er ég horfði á myndina, líður frekar hægt. Það eru tveir söguþræðir: Cap origin story, sem maður er búinn að heyra/sjá hundrað sinnum og svo annar söguþráður er sem er ekkert spes, kom fyrst í ultimates myndasögunum held ég. Animationið er lala en talsetningin er frekar fín. Sé eftir því að hafa keypt hana á DVD á sínum tíma.
Á eftir að sjá nr. 2 með black panther. Eflaust betri, en nenni varla að sjá hana.