Það velja sér allir sitt weapon of choice eða verkfæri til að teikna. Ég persónulega er mjög hrifinn af blýantsteikningum og MARKER renderings en ég hef samt einhvern veginn fariið meira og meira í það að teikna í tölvu, kannski aðallega út af því að eg hef fengist við það að skinna á módel. Svo er auðvitað talsvert auðveldara að gera tutorial með photoshop teikningu en Olíumálverk, aðallega út af því að olían er svo brjáðaslega lengi að þorna og þess vegna myndi það taka nokkrar vikur að gera eitt tutorial með olíu :)
Svo er líka mjög erfitt að gera tutorial varðandi hvernig hægt er að skyggja rétt. Í raun er ekki til neitt sem heitir skygging heldur er þetta allt litir sem byggjast á “Value”. Skuggahliðin er í raun lýsing sem kemur af hlutum við hliðina á því. Þetta er í raun það mikið hugtak að ég hef ekki séð neina Tutorials hingað til varðandi það, nema þá kannski aðallega Markers en þeir virka líka talsvert öðruvísi en blýantar. Jafnvel bækur sem ég hef keypt varðandi blýantsteikningar geta lítið útskýrt eða kennt á skyggingar. Þær fara aðallega út í þær mismunandi aðferðir sem hægt er að halda á blýantinum og gera grunnskygginguna sjálfa.
En svo má fólk alveg senda sín eigin tutorials og ég mun pósta þeim líka.
Í raun besta leiðin til að læra á blýantsskyggingu er að taka fyrir sér einhvern venjulegan hlut, nota lýsingu og skyggja það.
Svo til gamans má geta að Origin, Wolverine sagan, er gerð í Painter6. Blýantsteikning er grunnurinn og svo er allt annað gert með Painter 6<br><br>—————————
“Hokuchou Kuma Aisoku”
<br>
<a href="
http://www.svanur.com">www.svanur.com</a