Heitt og kalt er ekki bara það að liturinn sé dekkri, það er aðallega að það sé meira grátt í honum. Ég er sjálfur einungis byrjandi í litafræði þannig að ég er enginn snillingur, en ég skal reyna að sýna hvað ég er að tala um.
Ég bjó til smá litatöflu í photoshop til að sýna svona eitthvað hvað ég er að tala um. Staðreyndin er að við sjáum liti þökk sé ljósinu í kringum okkur. Skuggar eru í raun það svæði sem ljós nær ekki til og þess vegna nær það svæði ekki að sýna litina sem við ættum að sjá þar. Þar sem enginn litur er svartur/hvítur þá verður liturinn grár þegar þú blandar svörtum eða hvítum í það. Auðvitað eru til undantekningar og þá aðallega litir eins og gulur, gulur verður stundum brúnn í skugga og stundum grænn, fer allt eftir aðstæðum. Býst svona við að grænt er kaldi liturinn á gulum en brúni sá heiti. 100% í saturation þýðir að ég er með eins sterkan lit í þessum lit. Eins hreinan og ég get haft hann. 50% þýðir að liturinn er 50% litur og hitt er grátt(svart/hvítt).
Þetta er dálítið múður að læra þetta og þetta tekur mörg ár að læra mjög vel(og ég er bara nýbyrjaður sjálfur :P)
<img src="
http://www.simnet.is/hangar/dchelp/litatafla.jpg“>
Annað má nefna að allir litir hafa sinn ”gráa“ lit, sem þýðir að einn litur er alveg eins og annar litur í gráskala. Hérna er sama tafla og áðan nema í svart hvítu. Þarna sérðu að 100% saturation litirnir í 100%, 90% … birtu eru allir eins í gráskala, sama gildir um 50% saturation.
<img src=”
http://www.simnet.is/hangar/dchelp/litataflabw.jpg“>
Svona til gamans má geta að í fyrsta tíma í Málun I í myndlistarskólans í Reykjavíkur er farið í það að finna sameiginlegan gráa lit á milli lita..<br><br>—————————
”Hokuchou Kuma Aisoku“
<br>
<a href=”
http://www.svanur.com">www.svanur.com</a