Nei bara segja.
Upprunalega átti Flash mynd að koma út á undan Superman. (1975)
Svo með allt þetta stann sem DC gerir með myndirnar sínar, held ég að við sjáum ekki neitt um Flash fyrr en eftir að Dark Knight of Superman 2 eru komnar út og fá bara góðar einkunnir.
Síðan var nýlega hætt með Wonder Woman, þó Joss Whedon ætlaði að gera hana….
Ég held að við eigum ekki eftir að sjá meiri DC sögur fyrr en eftir AMK 10 ár.
DC Myndir sem hafa komið út seinustu árin
Superman 1978 (þeir gera Superman mynd. Hún er vinsæl)
Superman 2 1980 (útaf því, gera þeir aðra mynd)
Superman 3 1983 (og aðra)
Superman 4: The Quest for Peace 1986 (ein er óvinsæl, svo þeir hætta að gera Superman myndir)
2 ár líða….
Batman 1989 (DC telur Superman myndir vera dauðar, og fara yfir í Batman. Myndin er vinsæl.)
Batman Returns 1992 (Útaf vinsældum, gera þeir aðra mynd)
Batman Forever 1995 (og aðra….)
Batman & Robin 1997 (ein er óvinsæl, svo þeir hætta að gera Batman myndir)
Því Superman og Batman eru núna ‘óvinsælar’ myndir og þeir voru vinsælustu ofurhetjunar þeirra. Þá fáum við ekki að sjá neitt, í langan tíma.
Marvel býr til myndasögu æði í Hollywood sem byrjar með X-Men, Spider-Man og fleira. Þó þeir eru búnir með Batman & Superman, reyna þeir samt að hoppa um borð myndasögukvikmyndaheiminn!
Catwoman (2004) (óvinsæl mynd, en þeir héldu samt áfram)
Constantine (2005) (og koma með Vertigo titla… yay…)
V for Vendetta (2005) (yay! Vertigo titlar…)
og síðan…
Batman Begins (2005)
Superman Returns (2006)
Það var frekar lame að sjá Batman og Superman koma aftur ‘reboot’ style. Sérstaklega því þær voru miklu vinsælari en Vertigo kvikmyndirnar.
Því hvað eru þeir svo að vinna á núna?
The Dark Knight (2008)
Superman: The Man of Steel (2009)
Watchmen er auðvitað líka í vinnslu, en fólk á eftir að fara á hana haldandi að hún er annað en hún er og Superman og Batman eiga að vera miklu vinsællari.
Sem þýðir að árið 2010, verður hætt að koma með Vertigo titla og DC fara að vinna að Superman 3 og Batman 3.
Afhverju mundu þeir vinna á Flash mynd og Wonder Woman þegar þeir hafa Superman og Batman? ég held að Flash og Wonder Woman ártitlanir munu halda áfram að færast í langan tíma. 2010…. 2012…. 2015… 2018….
Þar sem planið var að gera Flash fyrst árið 1975 og Wonder Woman fyrst árið 1990, sé ég alveg fyrir mig að Batman og Superman munu halda þeim í burtu frá kvikmyndaheiminum.
Þangað til að þeir gera mynd númer 4 sem verður uber óvinsæl….