Ég reyni að vinna eftir smá rigid kerfi þegar ég er að skrifa því ég hef tekið eftir því að mér tekst aldrei að klára sögur nema ég geri það.
1. Ferlið byrjar á því að ég skrifa niður onliner sem er raunverulega bara hugmyndin í einni setningu.
(Ex.: Jesú ákveður að koma aftur til jarðar en verður alveg brjálaður þegar hann sér að mannkynið heldur upp á krossa og ákveður að hefna sín)
2. Næst skrifa ég niður alla atburði sem ýta sögunni áfram.
(Ex.: 1. Kynning á Jesú og hugaburðum hans.
2. Jesú kemur til jarðar og sér krossa í öllum kristnum
kirkjum.
3. Jesú brjálast og fer að stunda fjöldamorð)
3. Þvínæst eftir því kemur skrifuð “sketch” af sögunni. Sketchið er bara grunnsagan skrifuð öll í belg og biðu.
4. Nú erum við að nálgast endann á ferlinu og förum því í það að setja söguna í comic vænt form. Comic væn form svipa mjög til kvikmyndahandrits, og má sá dæmi um hvernig þetta lítur út á vef Warren Ellis (
http://www.warrenellis.com/dbscript1.txt).5. Þegar allt þetta er komið þá má byrja að fara yfir söguna og laga til og bæta allstaðar þar sem þarf, og það þarf á mörgum stöðum því að það skiptir ekki máli hve góður rithöfundur maður er. “First draft” er alltaf sorp.
A. Þegar sagan er fullkomlega tilbúin þá má byrja á teikningunum. Ég mæli með að fólk geri allavega storyboard sem er sketchur af öllum panelum (myndum) í blaðinu með dialogi fyrir neðan.
B. Panel / Myndir teiknaðar.
C. Pencillaðar myndir inkaðar.
D. (Optional Stig). Inkaðar myndir litaðar.
E. Og svo það seinasta en það er Lettering, en það er án efa leiðinlegasti parturinn af þessu öllu, að skrifa stafina inn í belgi svo að dialógið komi rétt út.
Voila, Teiknimyndasaga!
ArabStrap
P.S. Enskuslettur og annar viðbjóður kemur vegna skort á virkni í málstöðum heilans á viðkomandi rithöfundi. Vinsamlegast lítið yfir.
P.P.S. Vinsamlegast athugið að þetta er engan veginn endanlegt ferli, mikið af tímanum fer í allskonar smáatriði og pælingar varðandi söguþráð og útlit og ættu allir að vera eins smámunasamir og hægt er til að fá góða sögu niður á blað, bæði grafísklega séð og stafalega séð.