Staðan á karakternum er mjög fín. Lappirnar eru í svona lengri laginu en það kemur ekkert svo illa út af stöðunni.

Hendurnar mætti kannski aðeins laga en það kemur með smá æfingu á sjálfum þér, jafnvel ég er ennþá að berjast við að teikna almennilegar hendur. Vinstri öxlin er líka svolítið bjöguð en samt ekki slæm, það er aðallega svona lengdin á höndunum sem er svolítið skrýtin. Ég sé ekki nógu vel hvort að hendurnar séu að koma beint að manni eða eru að fara til hliðar. Ef þær eru að koma fram að áhorfendanum þá er gott að stúdera “foreshortening” eða stytting. Hlutir verða stærri þegar þeir koma nær.
<a href="http://www.simnet.is/hangar/gif/2d/murasame.gif“>Í þessari</a> gömlu mynd geturðu séð á byssuhendinni að hún stækkar talsvert. Hún mætti vera aðeins minna en hún er en þetta er fínt dæmi um styttingu sem ég er að tala um.

Annað sem ég er ekki alveg að ná og það er hvaðan ljósið kemur. Þegar maður er að teikna þá er lýsing í atriðinu/karakterunum mjög mikilvægt. Þar sem teikningar hafa ekkert ljós þá þarf teiknarinn að búa til áhrif ljóssins með því að skyggja á réttum stöðum og gefa smá þrívídd í verkið.
Skuggar og svoleiðis er eitthvað sem kemur með æfingunni. Fylgstu með hlutum í kringum þig og þú færð brátt smá tilfinningu með þetta. Ljós er svo margþætt að enginn listamaður getur sagt að hann kunni 100% á það.
<a href=”http://www.simnet.is/hangar/dchelp/aragorn.jpg“>Lýsing</a> Ég gerði smá skyndi málun í photoshop með hvítum og svörtum svona til að gefa til kynna ljós.
Svo er <a href=”http://www.simnet.is/hangar/dchelp/example01.jpg“>hér dæmi</a> um ljós og liti. Þarna er ég að prófa í raun nýja hluti sem koma ágætlega út. Það er hægt að gera svo marga flotta hluti með réttu ljósi.

I hope this helps :)
<br><br>—————————
”Hokuchou Kuma Aisoku“
<br>
<a href=”http://www.svanur.com">www.svanur.com</a
[------------------------------------]