Myndin er mjög fín og maður sér að hún á rætur að rekja til svokallaðra “animal” comics eins og Yojimbo Usagi(er ekki alveg 100% viss á titlinum).
Ekkert er að höfðinu en gott er, þegar maður er að teikna dýr, að hafa fyrirmynd. Hvort sem hún er lifandi eða ekki. Munnurinn er svoldið erfitt að greina.
Það mætti kannski teikna smá línu á milli fótanna til að gera betri skil á fótunum. Það má ruglast á fótunum og sporði.
Handleggurinn er fínn, mætti kannski gera smá greinarmun hvar olnboginn er þótt það skiptir ekki máli þar sem karakterinn er teiknimyndapersóna. hendurnar sjálfar mættu vera aðeins stærri. Höndin er oftast það stór að þú getur gripið í andlitið á þér. Einnig er höndin það stór að ef þú setur endann(þar sem höndin mætir handlegg) við höku þína, þá nær höndin næstum því með fingrunum upp að hársvörð, þetta er samt misjafnt eftir líkamsbyggð hvers og eins. Líkamsfita og svo framvegis.
Ég sé ekkert að byssunni, mættir bara setja inn meira af litlum hlutum(detail). Það sem mér finnst skemmtilegast við vélræna hluti er að bæta inn smáatriðum.<a href="http://www.simnet.is/hangar/dchelp/Vanu_Pulsar_Gun.jpg“>Vanu Pulsar Gun</a> Hérna er concept mynd fyrir Planetside leikin(sem sagt teikning ekki eftir mig) þar sem maður sér að teiknarinn hefur sett inn fullt af smáatriðum. Kannski meira í framtíðarlaginu þessi byssa en smáatriðin gera hana sennilegri.
<a href=”http://www.simnet.is/hangar/gif/2d/socom.gif“>hérna</a> er mynd sem ég teiknaði fyrir ári síðan. Hérna sérðu allar línurnar og nokkrar skrúfur. Þetta eykur fílinginn í byssunni. Þú gætir prófað að finna mynd af skotvopni og teikna það(eins og ég gerði með þessa) það hjálpar að æfa sig á alvöru hlutum.
Ég vona að þetta sem ég hef skrifað hérna hjálpi til.
<br><br>—————————
”Hokuchou Kuma Aisoku“
<br>
<a href=”http://www.svanur.com">www.svanur.com</a
[------------------------------------]