Jæja, það var kíkt í Nexus á miðvikudaginn. Keypti tvær bækur, How to Draw Manga: Giant Robots. Búinn að vera að bíða eftir þessari, og varð ekki fyrir vonbrigðum. Þarna er kennt að teikna allskyns róbóta gerðir, gundam týpur, transformers og mobile dótarí. Byssur og sprengngar líka. Mjög sniðug bók.
Just a Pilgrim. Trúarofstækis splatter frá Garth Ennis, fyrstu fimm blöðin í seríunni. Þarna er að finna húmor álíka og í Preacher, og margt er líkt með Preacher í sögunni líka. Rosalega grimmilegur húmor. ‘Satans gotten into this dog. *bang, splatt* Thank god I saw it in time’ Ógeðslega fyndið í samhengi :)
Fannst samt eitthvað vanta, kannski að hún hafi ekki verið nógu löng? En eftirtektavert annars hvað hún var vel lituð. Góðar teikningar og djúsí litur.