Þessi hugmynd er upprunalega komin af www.sijun.com af korknum þar(að vísu er Fight Club búið að vera dautt þar í næstum ár)
Þetta er einfaldlega þannig að í hverjum mánuði eða gefnu tímabili þá er ákveðið verkefni sem fólk getur prófað að kljást við. Segjum svo að í einum mánuði þá er titillinn “Drekar”. Þá er bara spurning um að teikna dreka og bera hann saman við hina og fá einnig feedback, eins og hvað mætti laga og hvernig hægt er að gera betur næst. Svo í næsta mánuði/tímabili þá er eitthvað annað hugtak eða hlutur.
Svo væri alveg hægt að hafa þannig verðlaun að fólk fær að kjósa besta verkið og sá sem fær flest kosningarnar fær að velja titillinn á næsta tímabili. Þetta er að vísu bara hugmynd.
Eins og ég nefndi þarna í kubbnum þá er þetta til þess að fólk æfi sig í því að teikna. Það getur verið gaman að taka þátt í einhverju svona, sérstaklega þar sem aðrir eru að kljást við sama hlutinn og þess vegna hægt að læra meira af hinum.
Ég er svona að reyna að negla umgjörðina í kringum þetta, áður en þetta fer í gang.
Svo býst ég við að ég taki þátt þar sem ég er nú að reyna að byrja þetta :)<br><br>—————————
“Hokuchou Kuma Aisoku”
<br>
<a href="
http://www.svanur.com">www.svanur.com</a