Fór að pæla aðeins í hvessu ofvirknir þeir hjá Marvel eru orðnir.
Mér fynnst þeir hjá Marvel vera að hrista svo all rosalega til í Marvel-heiminum. meðan Dc heldur sama óbreytta ástandinu síðan nánast alltaf. Ég er ekki viss hvort þetta sé gott eða farið allverulega út í öfgar (að spider-man dæminu undanskyldu). þá er ég að að tala um Civil War allra helst, þar sem allt er að fara til helvítis. “Superhuman registration act”, (sem ég kann ekki að bera fram á Íslensku) er regla sem sníst út á það að Ofurhetjur megi ekki bjarga fólki eða “ofurhetjast” á nokkurn hátt án þess að vera skráð með réttu nafni og persónuupplýsingum hjá yfirvöldum, annars eru þær handteknar. Þegar eru Tony Stark og Peter Parker búnir að gefa sig fram opinberlega, og þó nokkuð margar ofurhetjur handteknar og svo aðrar sem eru deyjandi út um allar trissur og Firestar hætt störvum, bestu félagarnir þeir Iron-man og Captain America eru nánast ornir erkióvinir vegna ósættis við nýju reglugerðina, ofurhetju samfélagið er klofið í tvent, annað hvort með eða á móti reglugerðinni, og er stríð milli þessa tveggja hópa, og eru þeir taldir er ekki fylgja reglunni lögbrjótar og þar að leiðandi litið á þá sem glæpamenn. Svo ekki sé minnst á það að Mac Gargan(the scorpion) er kominn með Venom búninginn, og fyrrum eigandi búningsinns, Eddie Brock, er haldinn á sjúkrahúsi eftir sjálfsmorðs tilraun, Wolverine man eftir allri fortíð sinni, Spider-man er kominn mað nýja krafta eftir endurfæðingu, einnig eignaðist hann járnbúning sem Tony Stark hannaði handa honum, Thor og æsirnir dóu allir af völdum Ragnaraka. The Avengers splundruðust og the New Avengers líka.
tek það til greina að ég er ekki að kvarta…
..strax.
Og það er alveg dagsatt