Sure.
Til að skapa umræður ætla ég að skrifa nákvæmlega það sem kemur á efitr þessum punkti
–>.
Það er ekki svo stutt síðan ég kláraði að lesa ‘Nausicaä Of The Valley Of Wind’ bálkinn eftir að hafa átt safnið í tvö ár. Ég hafði byrjað að lesa fyrstu bókina þegar ég eignaðist þær en ég átti það til að lesa hana of hratt af því að ég var forvitinn um að vita örlög hennar Nausicuü (ég beygi nafnið eins og mér sýnist!)
Ég komst fljótt að því að maður á alls ekki að lesa þessar bækur hratt, það er svo mikið af efni sem maður þarf að melta að ef maður hraðles þá er hætta á því að maður skilji ekkert í sögunni.
Það er heldur ekki allt útksýrt í textanum, oft eru mikilvæg atriði útskýrð í teikningunum sem veldur því að maður þarf að staldra við og skoða rammana vel.
Í hnotskurn verð ég að segja að ‘Nausicaä Of The Valley Of Wind’ er líklega fallegasta saga sem ég hef nokkurn tíman lesið. Ekkert sem ég skrifa um hana getur mögulega sagt eitthvað um innihald hennar, þú verður bara að lesa hana.