hæ, langar bara að spyrja ykkur hvaða myndasögu karakter þið væruð mest til í að sjá á hvíta tjaldinu og hver sem komin er ykkur fynnst best
hjá mér langar mig að sjá bíómynd um Spider-man eftir einhvern sem getur gert bíómynd um spider-man, (já, ég veit ég er alltaf að kvarta undan þessu) en sú sem mér finnst best af þeim sem komnar eru er Punisher.
Og hvern mundi ég vilja sjá á hvíta tjaldinu….hmm.. mér fannst Batman Begins gríðarlega góð mynd..ég vill fá framhald af henni…og ég fá sama leikstjóra til að tengja saman sögu batman og Wonderwoman! Það væri bara..ótrúlega frábært :D
Ég er oftast gífurlega skeptískur á kvikmyndir byggðar á myndasögum. T.d. er ég alveg skíthræddur um að V For Vendetta eigi eftir að misheppnast. Ég reyni samt að halda í vonina því að ef hún heppnast á hún möguleika á að verða meistaraverk.
En af ókvikmynduðum myndasögum þá væri kannski gaman að sjá Terry Zwigoff leikstýra David Boring fyrst honum tókst svo vel upp með Ghost World. Það væri líka gaman að sjá David Fincher gera Ronin eftir Frank Miller en þá yrði ég samt býsna skeptískur.
Af þeim myndasögum sem mér finnst að kvikmyndaframleiðendur ættu ekki að snerta eru Maus: A Survivor's Tale og Persepolis en þessar sögur myndu aldrei ná að vera eins sterkar í neinu öðru formi.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..