Þetta færi náttúrulega allt eftir því hvar hver og hvernig þetta væri birt. Enn reikna með því að þú sért að tala um eitthvað í líkindum við birtingar af myndum spámanana í danska blaðinu jyllands-posten (eða hvernig sem það er skrifað)
Ef birt væri af mér skop mynd í fjölmiðlum sem myndi særa blygðunar kennd mína eða skaða mannorðmitt á einn eða annan hátt myndi ég kæra hiklaust, þrátt firrir frelsi í fjölmiðlum þá takmarkast allt frelsi af reglum, við t.d lítum á okkur sem frjáls þjóð samt sem áður verðum við að fara eftir reglum sem stjórnvöld eða þeir sem “ráða setja”.
Enn ef myndin væri á einn eða anna hátt greinlega byggð upp á gríni væri ég ekki að kippa mér upp við það, t.d í stíl við skop myndirnar sem Morgunblaðið birtir.
Það sem þetta umrætta danska blað gerði tel ég vera algjörlega siðblint sé tekið tilit til þess hvernig staðan í heiminum er akurat núna.
Þeir eru að kveikja undir fordómum gagnvart Muslimum með því að birta myndir af einum aðal Trúarleiðtoga þeirra “og ef ég leifi mér að segja einum af þekktari og virtari mönnum mankynsögunar” með sprengjur og í líkindi glæpa manns, nógur er hatur í garð Muslima er firrir.
Mér persónulega finnst þeir sem stóðu af birtingu þessara mynda ættu að biðjast afsökunar ekki eingöngu af því að þeir voru að vanvirða trúarlegsjónarmið heldur aðalega vegna þess að þessar myndir vekja upp fordóma gagnvart Muslimum, trú þeirra, og trúarfrelsi sem á að ríkja í danmörku.
Ég er ekki að reina að réttlæta viðbrögð Muslima við þessu en þau voru af mínu matti allt of hörð og eru þeir engi að grafa sig í grifju fordóma með því að sína þröngsýna stefnu ofbeltis í verkum sínum, enn rétt eins og þeir verðum við að reina að munna að fréttir og miðlara miða sig útfrá markaðshópi og fréttaflutningur litast alltaf af bæði persónulegum skoðunum fréttaman og svo hagsmunna fyrirtækisinns .
Miðlar eiga að miðla ekki kenna, til þess eru skólar.
Ef við setjum okkur t.d í spor samkynhneigðra (við sem erum það þá ekki, ekki illa meint), hver væru þá okkar við viðbrögð ef birtar væru myndir í virtu tímariti, þar sem guð væri að gefa skít í gagnkynhneigðra eða banna þeim inngöngu í himnaríki, hjónaböndum og eða allfarið að afneita þeim?
Ekki jafn hörð kannski en þið skiljið hvað ég er að fara vona ég.
Allar skoðanir eiga rétta á sér, enn allar skoðannir eiga ekki heima í fjölmiðlum eða öðrum miðlum.
Nærgætni skal höfð í nærveru sálar.
/ég er ekki Muslimi, Kristinn eða til heyri öðrum trúarflokkum neitt meira en ég afneita því að guð skuli vera kall eða kona. Ég bara vona að það sé einkvað meira en dauðinn þegar ég dey/
Mín skoðun ekki skjóta mig :Ð