Hef reyndar ekki séð þetta - en ég man eftir því þegar Tarzan var í Mogganum (eða var það í DV) fyrir langa löngu.
Ég gat aldrei meikað það að lesa þessar framhaldssögur, bara ekki minn koppur af tei.
Oftast eru þær líka yfirfullar af texta þessar löngu sögur - og maður vill auðvitað sjá myndir ;)
Þetta er auðvitað “gamla” myndasagan, eins og þetta birtist á árum áður og átti þátt í því að selja blaðið (fyrir tíma sjónvarps og við tilkomu þess) - en þetta voru nokkurskonar sápur síns tíma.
Við viljum auðvitað bara “wham-bamm” stuttar og hnittnar sögur sem krefjast þess ekki að maður versli Moggann til að vita framhaldið.
Við lesum bara Garfield sem kremur köngulær með dagblaði, trekk í trekk, með sömu gömlu bröndurunum.
Þetta eru mínar fáu baunir,
ingi
www.facebook.com/teikningi