En ég hafði í huga að teikna mynd af stelpu og manni að leiða hana í burtu frá barnæsku sinni (dótið sem er að hverfa fyrir aftan hana). Þessi maður er í raun búinn að kaupa hana (eins og sést á miðanum í hendinni á honum) og er að leiða stelpuna í átt að dyrum herbergis síns (þar sem heimur fullorðna fólksins tekur við). Reykurinn er eitraður og mun í raun kæfa hana og gera hana veikari en hún þegar er. (akkúrat sem að gerist fyrir ungar stelpur sem hafa upplifað kynferðislega atburði snemma í lífi sínu, í þessu tilviki er verið að selja hana til kynlífsþrælkunar)
Ástæðan fyrir því að ég gerði þessa mynd þegar að Hryllings-þemað var, var vegna þess að þetta er það mest hryllilegast sem ég veit um í heiminum. Fólk að misnota börn og selja eins og hvert annað dót til þess eins að vera notuð.
En, endilega, álit á myndinni væri vel þegið…
Vatn er gott