Heibb!
Það var Iðunn sem gaf út Viggó á sínum tíma en því miður er það fyrirtæki farið á hausinn …og svo endurvakið innan Fróða útgáfunnar …og svo verslað af Eddu útgáfu …svo ef einhver lager var til af Viggó karlinum þá er hann nú eflaust löngu týndur.
En hérna í Hollandi má finna íslenska útgáfu af Viggó sem einhverra hluta vegna fór í dreifingu hérna en ég sá þessa bók hérna fyrst árið 1992 og hana má enn finna á myndasögumörkuðum - en það er bókin Viggó Vikadrengur hjá Val.
Um að gera bara að læra frönsku og lesa þær á frummálinu …eða þá flæmsku/hollensku og versla þær allar :)
Það er nefnilega hellingur af Viggó sem ekki var þýddur heima á Fróni en er alveg brillllljant efni :)
kv,
ingi
www.facebook.com/teikningi