Sunnudagurinn 24. Apríl 2005.

Í dag þá vaknaði ég við hávært suð í bíflugu sem hafði einhvernvegin komið sér inní friðsælt herbergið mitt, ég hjálpaði henni út og byrjaði þannig þennann yndislega sumardag.

Nú lá leiðin til borgarinnar, klukkan var korter yfir tvö þegar ég var kominn í miðbæ Reykjavíkur og nokkrum mínútum síðar stóð ég í lítilli þægilegri holu sem þið flest þekkið og skoðaði þar fjöldann allann af myndasögum, ég hafði nógann tíma. Ég tók nokkrar bækur eftir miklar pælingar, ég hafði dvalið þar í um það bil hálftíma og ætlaði ég mér að líta við annarstaðar.


Hafnarhúsið, myndasögur, Nían. Ég gekk inn í þetta fallega hús sem “við” listamennirnir köllum okkar. Þar beið mín sýning sem ég hafði áður grandskoðað, vegið og metið og var ég bara ánægður með kappana sem hengdu þar upp verk sín.

Þar biðu mín tveir menn nöfnin þekkti ég en ekki andlitin, Halldór Baldursson og Þorri Hringsson, vinalegir náungar. Þar gengum við þrír(já aðeins þrír, tveir aðrir bættust seinna í hópinn) ásamt sýningarstjóra(giska ég) og litum á þeirra framlag í sýningunni og annara.

Um fjögur leitið höfðum við gengið rúnt í gegnum salinn og ákváðum að fara að tía okkur, við hefðum getað þvaðrað endalaust um fjölbreyttu verkin sem þar héngu en einhvertíman þurftum við að stoppa. Í kveðju skyni keypti ég #9 (GISP!) bókina á afar sanngjörnu verði og fékk hana áritaða hjá köppunum.

Nú sný ég mér sjálfur að teikniborðinu og skapa, hægi svo á skáldi og hætti að vaka.