Byrjaði þráð um þetta fyrir stuttu en engin svör bárust.
Núna þegar þessi sería er komin á fullt skrið má kannski búast við því að ég fái einhver svör.
Þetta er nýja sería eftir Grant Morrison sem m.a. hefur gert The Filth, Invisibles, New X-Men og hina æðislegu Kill your Boyfriend.

Seven Soldiers of Victory er ein sú allra merkilegasta og metnaðarfyllsta ofurhetju-saga sem komið hefur út síðan Watchmen (Dark Knight Returns er close).
Serían fjallar um sjö ofurhetjur hverri annarri skrýtnari (SHINING KNIGHT, THE MANHATTAN GUARDIAN, ZATANNA, KLARION THE WITCH BOY, MR.MIRACLE, FRANKENSTEIN og BULLETEER).
Seríunni er skipt niður sjö míní-seríur, eina fyrir hverja persónu og munu þær (persónurnar) aldrei hittast út í gegnum seríuna en eitt smávægilegt atvik hjá tildæmis Shining Knight gæti haft alveg hræðilegar afleiðingar hjá Zatanna eða öfugt (náðuð þið þessu ?).

Komin eru út þrjú blöð í þessari seríu þau eru
Seven Soldiers #0 sem var forsagan fyrir allt ævintýrið
Shining Knight #1 og
The Manhattan Guardian #1

Þetta lofar ansi góðu
get varla beðið eftir framhaldinu !!