Ef fólki vantar eitthvað til þess að lesa þá vill ég benda á Trigun. Ég er sjálfur mikill manga aðdáandi en er samt ekki mikið fyrir þessa klassísku manga menningu (huge augu, pointy nef, flaksandi pils o.s.fr.) Heldur sæki ég frekar í hasar manga á borð við Battle Angel Alita, Hellsing og Trigun. Það sem er komið út af Trigun á ensku eru fyrstu tvær bækurnar (350 bls hver) og fyrstu fjórar bækurnar af Trigun Maximum, sem er beint framhald af Trigun (það eru komnar út 11 bækur af Trigun Maximum í Japan)
Höfundur myndasagnanna heitir Yasuhiro Nightow og er á meðal virtustu teiknarana í Manga iðnaðinum. Yasuhiro sækir innblástur í amerískar myndasögur á borð við Hellboy. Söguþráðurinn í Trigun er meistaralega vel samsettur og það er engin leið að byrja á Trigun og hætta síðan. Þú bara verður að lesa áfram.
READ TRIGUN NOW!!!!!
Sprankton