Mér finnst nú bestu myndasögu-myndir sem ég hef séð vera Ghost World og American Splendor.
Mér finnst lítið varið í myndasögu-myndir annars, mér finnst það með endæmum hræðilegt hvernig farið er með Alan Moore. Fyrst nauðguðu þeir From Hell ansi hressilega hún byggði ekkert á bókinni heldur var bara samin ný saga (með helling af staðreyndavillum) undir nafni Alan Moore.
Var nú samt ágæt sem sjálfstæð saga.
Leauge of Extraordinary Gentlemen var mjööög slæm meðferð á þessu líka yndislega skemmtilega verki.
Og nú samkvæmt
http://www.imdb.com er verið að gera mynd eftir Watchmen, hvers á Moore að gjalda.
Svo hef ég heyrt að gaurarnir sem gerðu Shaun of the dead séu að vinna að bíó-mynd eftir The Filth sem gæti lofað góðu vegna þess að þeir kauðar eru annálaðir myndasögu-nördar en ég held bara að “the average joe” sé ekki tilbúinn fyrir slíkt verk.
Darren Aronofsky hefur líka mjög mikinn áhuga á að gera mynd eftir Invisibles og ég held bara að honum gæti tekist það prýðilega þar sem hann og Grant Morrison eru góðkunningjar (hef ég heyrt).
Annars hef ég bjartar vonir til Sin City